Table of Contents Table of Contents
Previous Page  17 / 86 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 17 / 86 Next Page
Page Background

17

1.7.3.

Stórhátíðarkaup

Öll vinna sem unnin er á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af

mánaðalaunum fyrir dagvinnu. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí

eru veitt skv. sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum og haldast þar

gildandi greiðslureglur óbreyttar.

Um stórhátíðardaga sjá gr. 2.3.2.

1.8. Útkall

Þegar starfsmaður er kvaddur til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans

skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti 4 klst., nema reglulegur vinnutími hans hefjist

innan tveggja klst.

1.9. Reglur um kaupgreiðslur

Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega fyrsta dag eftir að mánuði þeim lýkur sem

laun eru greidd fyrir. Beri þann dag upp á frídag skal borga út síðasta virka dag

mánaðarins.

1.9.1.

Launaseðill

Starfsmaður skal fá launaseðil við hverja útborgun þar sem greiðslan er sundurliðuð, svo

sem í dagvinnu, eftirvinnu og yfirvinnu og unnar stundir í eftir- og yfirvinnu greindar.

Einnig verði allur frádráttur sundurliðaður.

Þar sem rafræn skráning eða stimpilklukka er notuð við skráningu vinnutíma getur

starfsmaður óskað eftir því að fá aðgang að eða afrit af tímaskráningu.

1.9.2.

Greiðslutímabil eftir- og yfirvinnu

Öll eftir- og yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð.

1.10. Laun í erlendum gjaldmiðli

Heimilt er að greiða hluta fastra mánaðarlauna í erlendum gjaldmiðli eða tengja hluta

fastra mánaðarlauna við gengi erlends gjaldmiðils með samkomulagi starfsmanns og

atvinnurekanda. Miða skal við sölugengi gjaldmiðilsins á þeim degi (samningsdegi) sem

samkomulag starfsmanns og atvinnurekenda er gert.

Föst mánaðarlaun skal reikna og setja fram á launaseðli á eftirfarandi hátt:

1.

Föst mánaðarlaun í íslenskum krónum á samningsdegi.

2.

Til frádráttar kemur sú krónutala sem samkomulag er um að greiða í erlendum

gjaldmiðli eða tengja við gengi erlends gjaldmiðils á samningsdegi.

3.

Hluti fastra mánaðarlauna sem er greiddur eða tengdur erlendum gjaldmiðli (sbr. lið 2),

reiknaður í íslenskum krónum á sölugengi erlenda gjaldmiðilsins þremur

viðskiptadögum fyrir útborgunardag.