Table of Contents Table of Contents
Previous Page  16 / 86 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 86 Next Page
Page Background

16

1.6. Deilitölur

1.6.1.

Deilitölur vegna tímakaups

1.6.1.1. Kaffitímar teknir

Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 170 í föst

mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1., að því er afgreiðslufólk í verslunum

snertir, en með tölunni 160 að því er skrifstofufólk varðar.

1.6.1.2. Engir kaffitímar teknir

Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því, að deila tölunni 158,5 í föst

mánaðarlaun viðkomandi launaflokks, skv. gr. 1.1. að því er afgreiðslufólk í verslunum

snertir, en með tölunni 157,1 að því er skrifstofufólk varðar.

1.6.2.

Deilitölur vegna dagkaups og orlofs

Dagkaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila tölunni 21,67 í föst mánaðarlaun

(laugardagar ekki meðtaldir).

1.7. Kaup fyrir eftirvinnu, yfirvinnu og stórhátíðarvinnu

Um útreikning á yfirvinnulaunum fer skv. ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu

ráðningar.

1.7.1.

Eftir- og yfirvinnukaup hjá afgreiðslufólki

Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8235% af mánaða-

launum fyrir dagvinnu upp að 171,15 klst. vinnu hvern mánuð (39½ klst. að jafnaði á viku).

Vinna umfram 171,15 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðalaunum

fyrir dagvinnu.

Vinna á tímabilinu 00:00-7:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,8824% af mánaða-

launum fyrir dagvinnu upp að 171,15 klst. vinnu hvern mánuð.

1.7.2.

Eftir- og yfirvinnukaup hjá skrifstofufólki

Vinna utan dagvinnutímabils greiðist með tímakaupi sem nemur 0,875% af mánaða-

launum fyrir dagvinnu upp að 162,5 klst. vinnu hvern mánuð (37½ klst. að jafnaði á viku).

Vinna umfram 162,5 klst. greiðist með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðalaunum

fyrir dagvinnu.

Vinna á tímabilinu 00:00-7:00 greiðist með tímakaupi sem nemur 0,9375% af

mánaðalaunum fyrir dagvinnu upp að 162,5 klst. vinnu hvern mánuð.