Table of Contents Table of Contents
Previous Page  13 / 86 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 13 / 86 Next Page
Page Background

13

við komandi breytinga, telji annar hvor aðili vera tilefni til þess. Vinnuveitandi sýnir á sama

hátt fram á gildandi samsetningu heildarkjara starfsmanns og að kjör starfsmanns

heildstætt metið séu ekki lakari en kjarasamningur kveður á um, óski starfsmaður þess.

Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega

breytingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða

og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan mánaðar.

Sjá fylgiskjal frá 2011 vegna starfsmannaviðtala bls. 73 sem felur í sér leiðbeiningar um

hvað sé eðlilegt að ræða í slíkum viðtölum.

1.2.3.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 171,15 unnar stundir á mánuði (39,5 stundir á viku),

skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað

a.m.k. sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):

1. maí 2015

kr. 245.000 á mánuði.

1. janúar 2016

kr. 260.000 á mánuði.

1. maí 2017

kr. 280.000 á mánuði.

1. maí 2018

kr. 300.000 á mánuði.

Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framan-

greindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar

bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót

vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar

vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að.

Laun fyrir vinnu umfram 171,15 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði

reiknast ekki með í þessu sambandi.

1.3. Desember- og orlofsuppbót

1.3.1.

Desemberuppbót

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:

Á árinu 2015

kr. 78.000.

Á árinu 2016

kr. 82.000.

Á árinu 2017

kr. 86.000.

Á árinu 2018

kr. 89.000.

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma,

öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu

12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfs-

mann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.