Table of Contents Table of Contents
Previous Page  12 / 86 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 86 Next Page
Page Background

12

Launasamanburður

Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum

álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Afkastatengd launakerfi

Launaþróunartrygging nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum

þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa.

Sérstök hækkun kauptaxta kjarasamnings

Kauptaxtar kjarasamnings hækka sérstaklega, sbr. fylgiskjal. Kjaratengdir liðir kjarasamnings

hækka um 7,2% nema um annað hafi verið samið.

Launabreytingar 1. janúar 2016

1

1. janúar 2016: 6,2% almenn launahækkun að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir

dagvinnu, þ.m.t. hækkun annarra kjaratengdra liða en desember og orlofsuppbóta, sbr.

þó meðfylgjandi bókun.

Launagreiðanda er þó heimilt að draga frá launahækkun skv. 1. mgr. ótilkynnta almenna

hækkun launa starfsmanna sem framkvæmd hefur verið eftir 1. maí 2015 og fram til

21. janúar 2016, hafi launagreiðandi framkvæmt slíka hækkun launa gagnvart þorra

starfsmanna. Þó skal enginn starfsmaður fá minna en 6,2% launahækkun, að lágmarki

kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu, á tímabilinu 2. maí til 31. desember 2015.

Launabreytingar 1. maí 2017

2

Þann 1. maí 2017 hækka laun og launatengdir liðir um 4,5%.

Launabreytingar 1. maí 2018

Þann 1. maí 2018 hækka laun og launatengdir liðir um 3,0%.

1.2.2.

Persónubundin laun

Við ákvörðun launa milli vinnuveitanda og starfsmanns skulu laun endurspegla vinnu-

framlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og

þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Gæta skal ákvæða jafnréttislaga við launaákvarðanir.

Séu laun á vinnustöðum þar sem vinnutími ákvarðast af afgreiðslutíma ákveðin sem heildar-

laun fyrir heildarvinnuframlag skal koma fram áætlað vinnuframlag að baki heildarkjörum,

fjöldi greiddra yfirvinnutíma að meðaltali í mánuði eða önnur samsetning launa eftir því

sem við á. Verði breytingar á vinnuframlagi eða starfi starfsmanns sem mögulega breyta

forsendum ráðningarkjara skal endurskoða launin og samsetningu þeirra með tilliti til

1

Launabreyting 1. maí 2016 var með samningi SA, ASÍ og aðildarfélaga ASÍ dags. 21. janúar 2016 færð fram til 1. janúar 2016 og almenn 6,2%

launabreyting með takmarkaðri heimild til frádráttar kom í stað 5,5% launaþróunartryggingar.

2

Sbr. samning SA og ASÍ frá 21. janúar 2016. Í stað 3,0% almennrar hækkunar launa og 4,5% hækkunar kauptaxta kjarasamnings hækka laun

og kauptaxtar um 4,5% þann 1. maí 2017. Í stað 2,0% almennrar hækkunar launa og 3,0% hækkunar kauptaxta kjarasamnings hækka laun og

kauptaxtar um 3,0% þann 1. maí 2018.