Table of Contents Table of Contents
Previous Page  11 / 86 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 86 Next Page
Page Background

11

1.1.3.

Skrifstofufólk

1.5.2015 1.1.2016 1.5.2017 1.5.2018

Byrjunarlaun

261.380 277.586 291.777 300.530

Eftir 3 ár í starfsgrein 266.988 283.541 296.301 305.190

Framangreind laun skrifstofufólks eru lágmarkslaun. Launakjör skrifstofufólks, sem

samningur þessi nær til, ráðast að öðru leyti á markaði.

Starfsþjálfunarnemar í verklegri þjálfun í tengslum við nám í ferðamálafræðum eiga rétt

á launum sem nema 55% af byrjunarlaunum. Skilyrði greiðslu skv. þessu ákvæði er að fyrir

liggi þríhliða samningur milli skóla, stéttarfélags og fyrirtækis.

1.1.4.

Aðrir samningar

Um laun starfsfólks í gestamóttöku og apótekum vísast til viðkomandi samninga.

1.2. Launamyndun

1.2.1.

Hækkun launa

Kauptaxtar

Í stað áðurgildandi kauptaxta koma nýir sem eru hluti samnings þessa, sbr. meðfylgjandi

fylgiskjal. Kauptaxtar gilda frá 1. maí 2015, 1. janúar 2016, 1. maí 2017 og 1. maí 2018.

Byrjunarlaun miðast við 20 ára aldur.

Launabreytingar 1. maí 2015

Launaþróunartrygging starfsmanna sem hófu störf fyrir 1. febrúar 2014

Grunnhækkun launa við gildistöku samnings þessa er 7,2% fyrir starfsmann sem er með

300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda fyrir 1. febrúar 2014.

Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi

þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með

750.000 kr. laun. Launaþróunartrygging er því samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali sem er

hluti samnings þessa.

Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið eftir

2. febrúar 2014. Hækkun launa og launatengdra liða samkvæmt ákvæði þessu getur aldrei

verið lægri en 3,2%.

Launabreyting starfsmanna sem hófu störf á tímabilinu 1. febrúar 2014 til 31. desember 2014

Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 1. febrúar 2014 til loka desember 2014 og

hækka þá laun hans og launatengdir liðir um 3,2% frá gildistöku samnings þessa.