VR blaðið 2. tbl 2019

VR blaðið 02 2019 – blaðsíða 2 VR BLAÐIÐ 2. tbl. 41. árgangur 2019 Hús verslunarinnar – Kringlan 7 – 103 Reykjavík – Sími 510 1700 – vr@vr.is – www.vr.is Ábyrgðarmaður: Ragnar Þór Ingólfsson Ritstjóri: Fjóla Helgadóttir Ritstjórn: Árdís Birgisdóttir, Árni Leósson, Fjóla Helgadóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Steinunn Böðvarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson Umbrot og útlit: Tómas Bolli Hafþórsson Ljósmyndir: Birgir Ísleifur Gunnarsson Prentun: Torg ehf. Dreifing: Póstdreifing og Íslandspóstur Upplag: 112.000 Nýir kjarasamningar VR við atvinnurekendur voru samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu í apríl sl. með um 88% greiddra atkvæða og var kjörsókn um 22% sem er sú mesta í sögu félagsins síðari ár. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er ánægjuleg, sérstaklega í ljósi þess hve breidd félagsins er mikil. Kosningaþátttaka var dræm hjá öðrum félögum en á því kunna að vera skýringar. VR sker sig úr þar sem fleiri hafa aldrei tekið þátt í kosningum um kjarasamninga hjá félaginu. Að sjálfsögðu má alltaf gera betur og stefnum við á að ná enn meiri þátttöku næst. Samningarnir eru kallaðir Lífskjarasamningar en við lögðum upp með að gera samninga sem höfða til bættra lífskjara til skemmri og lengri tíma. Í því fólst að ná fram ákveðnum kerfisbreytingum og knýja á um átak í lána- og húsnæðismálum. Þá er nauðsyn- legt að ná niður kostnaði við að lifa til að tryggja eins margar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn og mögulegt er, meðal annars með því að gera samninga sem skapa forsendur fyrir vaxtalækkun. Þannig þurfa fyrirtækin síður að hækka vöruverð þar sem á móti kemur kostnaðarlækkun í formi lægri stýrivaxta. Þá kemur það félagsmönnum okkar til góða með lækkun ÁNÆGJULEG LENDING KJARASAMNINGA á húsnæðiskostnaði, bæði hjá þeim sem leigja og þeim sem eiga og skulda. Við náðum þó ekki öllum kröfum okkar fram og hef ég sagt að ef ég væri saddur og sáttur við samning- ana þyrfti ég að finna mér eitthvað annað að gera. Ég stend við þau orð. Samningarnir eru þó ásættanleg niðurstaða. Þeir eru ágætis byrjun í vegferð okkar til aukins jöfnuðar og lægri framfærslukostnaðar. Auðvit- að vildum við meira, fleiri krónur, meira frá ríkinu. Við reyndum að taka slaginn fyrir öryrkja og eldri borg- ara sem sannanlega eru fyrrverandi félagsmenn okkar. Það er því miður ekki hægt að ná öllu fram. Skattkerfis- breytingarnar og átakið í húsnæðismálum eru engu að síður mikilvæg kjaramál fyrir þessa hópa. Stjórn VR setti eina milljón í málsrekstrarsjóð Gráa hersins gegn skerðingum almannatrygginga, fyrst allra stéttarfélaga, sem varð til þess að málið er loksins komið áfram og verður að veruleika. Ég þreytist seint á að segja hvað félagsmenn VR eru lánsamir þegar kemur að þeim mikla mannauð sem skrifstofa félagsins býr yfir. Starfsfólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig fyrir félagsmenn sína, vinna nætur- langt og byrja fyrir allar aldir, fórna mikilvægum tíma frá vinum og fjölskyldu og leggja í hvaða verkefni sem er með bros á vör? Sama má segja um stjórn félagsins sem er mjög fjölbreytt og sett saman af ólíku fólki með ólíkar skoðanir, en er samt svo ótrúlega samheld- in þegar kemur að hagsmunum félagsmanna okkar. Þetta sýndi sig svo sterkt í kjarasamningunum, bæði við vinnslu kröfugerðarinnar, en um 3.600 félagsmenn áttu aðkomu að henni með beinum og óbeinum hætti, og svo í miðri samningalotu í Karphúsinu þegar flugfélagið WOW air fór í þrot. Um 2.000 manns misstu þar vinnuna á einu bretti, þar af um 250 félagsmenn VR sem áttu ekki von á launum um mánaðarmótin. Á inn- an við sólarhring náði stjórn VR og starfsfólk að koma því þannig fyrir að allir félagsmenn okkar sem störf- uðu hjá flugfélaginu fengju laun samkvæmt reglum Ábyrgðasjóðs launa. Það sem meira er að á annan tug starfsmanna VR tóku sig saman og útbjuggu gögn og gerðu kröfur fyrir hönd á annað hundrað starfsmanna WOW á einum föstudagseftirmiðdegi. Þetta stóra mál setti svo sannarlega strik í kjara- viðræðurnar, í bland við gengdarlausan og fordæma- lausan áróður hagsmunaafla gegn félaginu, forystunni og kröfugerðinni. Ég hef oft verið spurður hvort þetta hafi ekki verið erfitt og tekið mikið á. Jú, ég get alveg viðurkennt að þetta tók á og var erfitt. En það voru svo miklu fleiri sem tóku slaginn með okkur, her manns sem ekki sést í sjónvarpinu eða eru í kastljósi fjölmiðla. Ég hef stundum sagt að starf mitt sem formaður heyr- ir frekar til forréttinda, sérstaklega þegar þú ert ávallt með vindinn í bakið þegar kemur að því sem skiptir mestu máli í góðu og öflugu stéttarfélagi; stjórn þess og starfsfólk. Virðing Réttlæti Leiðari formanns

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==