Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 E  ​ Binna B Bjarna Flott klipping Fríið með ömmu Glæsilegasta verkefnið Sally Rippin Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækja- samir krakkar. Núna eru loksins komnar þrjár nýjar bækur um Binnu B Bjarna. Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili. 46 bls. Rósakot D  ​ Bíóráðgátan MartinWidmark Þýð.: Íris Baldursdóttir Myndir: HelenaWillis Splunkuný og spennandi Ráðgátubók! Þrír hundar hafa horfið sporlaust í Víkurbæ og spæjararnir Lalli og Maja velta fyrir sér hvaða samviskulausa illmenni steli gælu- dýrum annarra. Hinar sívinsælu Ráðgátubækur henta vel fyrir krakka sem þurfa að æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. 96 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ F  ​ Blíðfinnur – allar sögurnar Þorvaldur Þorsteinsson Myndir: Linda Ólafsdóttir Í skóginum hjá Blíðfinni iðar allt af lífi, ævintýrin eru endalaus – sum skondin en önnur stórhættuleg. Í þess- ari ríkulega myndskreyttu bók eru allar sögurnar um Blíðfinn; óviðjafnanlegt sköpunarverk Þorvalds Þor- steinssonar sem löngu er orðið sígilt. 451 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Bold-fjölskyldan kemur til hjálpar Julian Clary Þýð.: Magnús Jökull Sigurjónsson Myndskr.: David Roberts Bold-fjölskyldan býr í venjulegu húsi í ósköp venjulegu úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg. Spurst hefur að Bold-hjónin taki á móti dýrum sem eru í vanda og fljótlega fyllist húsið af óvæntum gestum. Þessu fylgir auðvitað meiriháttar fjör en líka margvíslegar hættur. – Önnur bókin í hinum bráðskemmtilega bóka- flokki um Bold-fjölskylduna. 288 bls. Ugla Barnabækur skáldverk E ​ I  ​ Fótboltasagan mikla Aukaspyrna á Akureyri Gunnar Helgason Myndir: Rán Flygenring Önnur sagan í Fótboltasögunni miklu – æsispennandi bókaflokki um Jón Jónsson og vini hans. Allar bæk- urnar hlutu frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og eftir þeirri fyrstu, Víti í Vestmannaeyjum , var gerð vinsæl kvikmynd og sjónvarpsþættir. 298 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ I  ​ Á Saltkráku Astrid Lindgren Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir Myndir: IlonWikland Saltkráka er lítil eyja í sænska skerjagarðinum. Dag nokkurn í júní kemur þangað fjölskylda í fyrsta sinn – faðir og fjögur börn hans. Sumarið sem bíður þeirra reynist ólíkt öllu öðru sem þau hafa áður kynnst. Á Saltkráku sló í gegn þegar hún var lesin í útvarp seint á 8. áratug síðustu aldar og eftir sögunni hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir. 351 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ F  ​ Álfarannsóknin Benný Sif Ísleifsdóttir Myndskr.: Elín Elísabet Einarsdóttir Tæki brotna og vélar bila í sveitinni hans afa. Baldur trúir ekki á álfa en með beikoni, talstöðvum og tommu- stokk þokast rannsóknin áfram og óvænt vináttubönd myndast. Sagan er sjálfstætt framhald af Jólasveina- rannsókninni og upplögð fyrir alla sem hafa áhuga á dularfullum atburðum. 172 bls. Bókabeitan E ​ F ​ C  ​ Fótboltasagan mikla Barist í Barcelona Gunnar Helgason Myndir: Rán Flygenring Lesari: Gunnar Helgason Vinirnir úr Þrótti – Jón, Ívar og Skúli – eru komnir í fótboltaakademíu FC Barcelona. Ekki spillir að Rósa er í Barcelona á sama tíma að keppa með U16-landsliðinu. Lífið gæti ekki verið betra – ja, ef ekki væri fyrir þennan dularfulla Katalóna og leyndarmálið sem Jón þarf að burðast með. Sjálfstætt framhald metsölubókaflokksins Fótboltasögunnar miklu. 265 bls. / H 5:08 klst. Forlagið – Mál og menning 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==