Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 G  ​ Af neista verður glóð Vísindi og vettvangur í félagsráðgjöf Ritstj.: Sigrún Harðardóttir og Halldór Sigurður Guðmundsson Þetta afmælisrit er gefið út til heiðurs dr. Sigrúnu Júlíus- dóttur, frumkvöðuls í félagsráðgjöf í rúm 40 ár. Hér er fjallað um nokkur hugðarefni hennar á sviði fjölskyldu- fræða, barnaverndar, handleiðslu og fagþróunar en einnig um sögu félagsráðgjafar og baráttumál. Bókin á erindi jafnt við fagfólk sem áhugafólk um viðfangsefni félagsráðgjafar. 220 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Almanak Háskóla Íslands 2020 Ritstj.: Gunnlaugur Björnsson og Þorsteinn Sæmundsson Margvíslegar upplýsingar, s.s. um sjávarföll og gang himintungla, stjörnukort, kort um áttavitastefnur og kort yfir tímabelti. Yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra og helstu merkisdaga. Einnig ný grein um sólgos og áhrif þeirra, ný skilgrein- ingu á kílógramminu og fjallað um silfurský. 96 bls. Háskólaútgáfan  ​ Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 2020 Samant.: Jón Árni Friðjónsson Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Upplýsingar um m.a. sjávarföll og gang himintungla, stjörnukort, kort um áttavitastefnur og kort yfir tíma- belti. Yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda ríkja og tímasetningar og helstu merkisdaga. Ný grein um sólgos og áhrif þeirra, ný skilgreining á kílógramminu og fjallað um silfurský. Birt ásamt Árbók 2018. 140 bls. Háskólaútgáfan G  ​ Andvari 2019 144. árgangur Ritstj.: Gunnar Stefánsson Aðalgrein Andvara í ár er um Pétur Sigurgeirsson biskup eftir Hjalta Hugason. Af öðru efni eru m. a. greinar um hjónin Þórberg og Margréti í íslensku skáld- verki, Jón Árnason þjóðsagnasafnara og austurríska rit- höfundinn Stefan Zweig. 150 bls. Háskólaútgáfan D  ​ Auðhumla Um kýr og nautahald fyrri alda Þórður Tómasson Alhliða fræðslurit um gamla verkmenningu, málfar og þjóðhætti sem tengjast kúabúskap og nautpeningi í gamla íslenska bændasamfélaginu. Með þessari bók fullkomnar Þórður Tómasson úrvinnslu sína á sjóði óbirtra heimilda og nýtur þar bæði fræðilegrar þekk- ingar sinnar og eigin reynslu af lífi og starfi í þeim menningar- og atvinnuheimi sem hér er sagt frá. 304 bls. Bókaútgáfan Sæmundur Fræði og bækur almenns efnis G  ​ 105 Sannar Þingeyskar lygasögur Jóhannes Sigurjónsson Skólameistari og skítakamar á fjöllum. Texarinn og fótstóri Færeyingurinn. Ótímabær þvagrásarstöðvun í tvígang. Kalli rauði og konan úthverf. Rauður miði á hjólbörur Jóda. Migið undir mánaskini. Með Gáttaþef í hjartanu. Um tilurð Johnny King. Þegar Stalín var skotinn á Húsavík. Vottunum varð ekki um sel. Listin að gera ekki neitt. Bjarni á Mánárbakka og konunglega mýsugan. Þegar Stebbi Smoll gerði Jóa mink illan grikk. Jósteinn, hestasteinn og hrossaskítur. Verjur á Mývatni. Draumadauðdagi hestamannsins. Og fleira og fleira. 80 bls. Bókaútgáfan Hólar E  ​ Að hundelta ópið Upphaf og endir fíknistríðsins Johann Hari Þýð.: Halldór Árnason Bók þessi er skörp greining á orsökum vímuefnanotk- unar og því sem hlýst af fíknistríðinu, alheimsstríði þar sem Ísland er þátttakandi. Viðteknum skoðunum er ögrað. Er ekkert af því sem við teljum okkur vita um vímuefni á rökum reist? Hvers vegna stendur íslenska þjóðin agndofa og úrræðalaus gagnvart þeirri vá sem yfir hana dynur? Er þörf á nýrri sýn? 432 bls. Nýhöfn G  ​ Að ná áttum Sigurjón Árni Eyjólfsson Guðfræði, heimspeki, femínismi, mannréttindi, tjáningarfrelsi, fúndamentalismi, íslam, pólitískur rétt- trúnaður, móralismi, trúartraust og lífsgleði. Allt eru þetta leiðarmerki í 18 ritgerðum dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar sem hér birtast á einum stað. Óhætt er að fullyrða að ritgerðirnar hjálpi lesandanum að ná áttum á tímum örra og róttækra breytinga þar sem ekki er allt sem sýnist. 431 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D  ​ Af flugum, löxum og mönnum Sigurður Héðinn Myndir: Kristinn Magnússon Myndskr.: Sól Hilmarsdóttir Sigurður Héðinn er einn þekktasti veiðimaður lands- ins auk þess að vera heimsþekktur fyrir flugur sínar. Hér fjallar Sigurður um nánast allt sem viðkemur lax- veiðinni; ólíkar veiðiaðferðir, hvernig skuli lesa vatnið, sjónsvið fiska, veiðibúnaðinn og margt fleira. Þá eru í bókinni meira en 50 flugur, teikningar, skýringarmyndir og fluguuppskriftir – og að sjálfsögðu fylgja ótal veiði- sögur. Í þessari fræðandi og gullfallegu bók fá lesendur að kíkja í reynslubanka Sigurðar. 144 bls. Drápa 56

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==