Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 D  ​ Léttir réttir Frikka Matreiðslubók fyrir byrjendur Friðrik Dór Jónsson Matreiðslubók fyrir alla sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu og hina sem eiga til að brenna hakkið sitt og vilja bæta sig. Einfaldar útgáfur af ljúffengum réttum, gagnleg ráð varðandi matargerð og heimagerðar útgáfur af vinsælum réttum frá íslenskum veitingastöðum. Skemmtileg bók fyrir þá sem vilja vera stjörnukokkar án þess að hafa of mikið fyrir því. 160 bls. Fullt tungl D  ​ Skál og hnífur Búbblubókin Dagbjört Hafliðadóttir, Helga Sv. Helgadóttir og Oddvar Hjartarson Freyðivín er ekki bara tilvalið við veisluhöld, það er líka margslungið vín sem parast vel með mat. Í þessari bók eru hátt í þrjátíu uppskriftir af ljúffengum réttum sem passa með freyðivíni. Einnig má finna uppskriftir af freyðandi kokteilum og fróðleikskorn um þennan gleði- gefandi drykk. 136 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan D ​  ​ Uppskriftir stríðsáranna Matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð. Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir Toblington, Friggasé eða Riddarar eru nýstárleg heiti á uppskriftum. Þær eru íslenskar, einfaldar, gamlar og umfram allt góðar uppskriftirnar úr smiðju systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga. Kringum uppskriftirnar er texti um daginn og veginn, sögulegur fróðleikur um mat ásamt vanga- veltum höfunda um lífið og tilveruna. 80 bls. Espólín forlag D  ​ Úr eldhúsinu okkar Veganistur Helga María og Júlía Sif Uppáhaldsuppskriftir Júlíu Sifjar og Helgu Maríu af Veganistur.is Í bókinni er að finna fjölda vegan upp- skrifta sem henta öllum við alls kyns tilefni, hvort sem það er góður hversdagsmatur, dögurður, veisluréttir, hátíðarmatur eða helgarbaksturinn. 176 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan D  ​ Veislubókin Berglind Hreiðarsdóttir Þarfaþing veisluhaldarans! Veislubókin er handbók þeirra sem huga að hvers kyns veisluhöldum: brúð- kaupum, útskriftum, fermingum, skírnum/nafngjafarat- höfnum og barna- eða fullorðinsafmælum. 160 bls. Edda útgáfa Matur og drykkur G ​ I  ​ Beint í ofninn Heimilismatur og hugmyndir Nanna Rögnvaldardóttir Matreiðslubók fyrir alla sem vilja bera fram hollan og góðan mat, eldaðan frá grunni, þótt tíminn sé naumur. Hér er allt sett í eitt mót eða á bakka og stungið í ofninn – maturinn sér um sig sjálfur. Bókin, sem er stútfull af fróðleik og hugmyndum, náði miklum vinsældum þegar hún kom út og seldist fljótt upp. Hér er hún endurút- gefin í nýju formi. 216 bls. Forlagið – Iðunn D  ​ Ég elska þig PIZZA Haukur Már Gestsson og Brynjar Guðjónsson Bakaðu ekta handverkspítsur frá Napólí og ómót- stæðileg súrdeigsbrauð í eldhúsinu heima. Öll leyndar- málin frá strákunum á bak við Flatey Pizza. Uppskriftir að dýrindis pítsum og heimagerðar útgáfur af öllu sem gerir góða pítsu betri. Hér finnur þú allt sem þarf að vita til að gera ljúffengt súrdeigsbrauð frá grunni – súr- gerð, bakstursaðferðir, handtök og ómissandi viðbit. 176 bls. Fullt tungl D  ​ Gulur, rauður, grænn & salt Vinsælustu réttirnir frá upphafi Berglind Guðmundsdóttir Gulur, rauður, grænn & salt er ein vinsælasta uppskriftasíða landsins. Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi síðunnar, hefur hér tekið saman vinsælustu uppskriftirnar frá upphafi. Fjölbreyttir réttir sem eiga það sameiginlegt að vera einfaldir og ljúffengir. Láttu þér líða vel í eldhúsinu. 208 bls. Benedikt bókaútgáfa D  ​ Í eldhúsi Evu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Matur er ekki baramatur í mínumaugumheldur er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina. Eldamennskan er eins og allt annað; ef maður sýnir henni ást og umhyggju þá er líklegt að útkoman verði stórgóð. Ég hef safnað samanmínumeftirlætis uppskriftum í langan tíma og þær birtast nú hér á síðumþessarar bókar. Hver einasta þeirra á sérstakan stað í hjartamínu og ég vona að þið njótið vel. Í eldhúsi Evu er þriðja matreiðslubók Evu Laufeyjar. Í henni má finna yfir hundrað uppskriftir að girnilegum réttum fyrir öll tilefni. 240 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi 55

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==