Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 E  ​ En tíminn skundaði burt … Saga Guðrúnar Lárusdóttur alþingismanns og rithöfundar Málfríður Finnbogadóttir Önnur konan sem kosin var á Alþingi hét Guðrún Lárusdóttir (1880–1938). Hún setti sterkan svip á sam- tíð sína sem rithöfundur, bæjarfulltrúi, félagsmálakona og fátækrafulltrúi. Hér er rakin saga þessarar tíu barna móður frá fæðingarstaðnum á Valþjófsstað til Reykja- víkur allt til lokaferðalagsins sem varð mjög afdrifaríkt. 368 bls. Bókaútgáfan Grund G  ​ Falskar minningar Prins Póló Tónlistarmaðurinn Prins Póló lítur yfir tíu ára feril, flettir gömlum dagblöðum og skissubókum, rýnir í laga- texta og reynir með aðstoð góðra vina að meta stöðuna. Útkoman er litrík og hjartastyrkjandi. Bókinni fylgir hljómplata með nýrri hátíðarútgáfu af skástu lögum Prinsins. 240 bls. Forlagið – JPV útgáfa C  ​ Geðveikt með köflum Sigursteinn Másson Lesari: Höfundur les Geðveikt með köflum er áhrifamikil frásögn samtíma- manns um veikindi og tvísýna baráttum um andlega heill og velferð, og hvernig höfundi tókst, með hjálp góðra manna og kvenna að ná tökum á geðsjúkdómi sínum. H 5:10 klst. Storytel D  ​ Gústi alþýðuhetjan, fiskimaðurinn og kristniboðinn Sigurður Ægisson Gústi guðsmaður er þekktasti sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum. Hann var orðinn þjóðsagnapersóna meðan hann lifði og ekki dró úr því eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér og óttaðist ekkert af því að hann var að eigin sögn aldrei einn. Guð var þar líka. Gústi var annálað hraustmenni, kjarnyrtur og bölvaði út í eitt og ragnaði, en betra hjarta var ekki til. Hann studdi fátæk börn úti í heimi til náms og gaf til þess nánast allt sem hann aflaði á litlu trillunni sinni. Hann var engill í dulargervi. Þetta er saga hans. 480 bls. Bókaútgáfan Hólar D ​ F  ​ Halldór Ásgrímsson – ævisaga Guðjón Friðriksson Halldór var áratugum saman einn áhrifamesti stjórn- málamaður landsins, sjávarútvegs-, utanríkis- og að lokum forsætisráðherra. Hér er sagt ítarlega frá deilum um kvótakerfi, hvalveiðar, Kárahnjúka, Íraksstríðið og fjölda annarra mála. Vinir og samstarfsmenn leggja orð í belg en einnig andstæðingar og aðrir sem höfðu kynni af Halldóri á viðburðaríkri ævi. 672 bls. Forlagið – Mál og menning Ævisögur og endurminningar C  ​ Á eigin skinni Sölvi Tryggvason Lesari: Sölvi Tryggvason Fyrir áratug hrundi heilsa sjónvarpsmannsins Sölva Tryggvasonar. Eftir þrautagöngu milli lækna og ann- arra sérfræðinga án þess að hann fengi bót meina sinna ákvað hann að taka málin í eigin hendur. Síðan hefur Sölvi fetað allar mögulegar slóðir í leit að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Á þeirri vegferð hefur hann gert nær endalausar tilraunir á sjálfum sér viðvíkjandi mataræði og hreyfingu, föstur, bætiefni, kuldaböð, hug- leiðslu, öndunaræfingar, tengingu við náttúru og ótal- margt annað sem snýr að heilsu. H 4:39 klst. Storytel G  ​ Björgvin Páll Gústavsson án filters Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason Björgvin Pál þekkja flestir landsmenn sem hinn litríka markvörð íslenska landsliðsins í handbolta. Hér lýsir hann á hreinskilinn og persónulegan hátt uppvexti sínum við erfiðar aðstæður, haldreipinu sem hann fann í handboltanum, áratuga feluleiknum sem á endanum varð til þess að hann hrundi líkamlega og andlega og bataferlinu sem enn stendur yfir. 208 bls. Sögur útgáfa C  ​ Bókasafn föður míns Ragnar Helgi Ólafsson Lesari: Ragnar Helgi Bragason og Þorleifur Hauksson Að föður sínum látnum þarf Ragnar Helgi að fara í gegnum 4000 titla bókasafn föður síns og finna því stað á 21. öldinni. Þótt hann einsetji sér í upphafi að opna ekki bækurnar og alls ekki fara að grúska, fær hann ekki við það ráðið. Við starfann kvikna minningar, hug- leiðingar um bækur, menninguna, missi, fallvelti hluta, um liðna tíð og framtíðina – en ekki síður um samband föður og sonar og hvað skipti mestu máli í lífinu þegar upp er staðið. H 3:49 klst. Storytel D  ​ Brot Konur sem þorðu Dóra S. Bjarnason Brot er saga um lífshlaup þriggja kynslóða kvenna; þeirra Adeline, Ingibjargar og Veru. Líf mæðgnanna spannar 137 ár, frá 1867 til 2004, tímabil stórkostlegra breytinga á nánast öllum sviðum. Þessar þrjár konur voru, hver á sinn hátt, frum- kvöðlar í baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti; gáfaðar, lærðar og sigldu oftast á móti straumnum. Saga kvennanna er listilega sögð og heimildirnar af ýmsum toga, meðal annars tilfinningaþrungin bréf og dagbækur. 256 bls. Benedikt bókaútgáfa 51

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==