Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 E  ​ Iceland in World War II A Blessed War G. Jökull Gíslason Seinni heimsstyrjöldin varð Íslendingum afdrifarík og stundum var talað um „blessað stríðið“. Hernámið tryggði þúsundum Íslendinga vinnu og að stríði loknu var þjóðin í hópi ríkustu þjóða heims. Hér eru dregnar fram afleiðingar stríðsins fyrir almenning og samfélag. Bókin er á ensku og ekki hvað síst ætluð ferðamönnum og öðru enskumælandi fólki. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D ​ I  ​ Kambsmálið Engu gleymt, ekkert fyrirgefið Jón Hjartarson Vorið 1953 létu yfirvöld bjóða upp dánarbú bónda á Kambi í Árneshreppi. Móðirin var á berklahæli en heima fyrir börnin átta, það elsta 18 ára. Eftir uppboð búsmuna stóð til að ráðstafa börnunum eftir fornum reglum um sveitarómaga. En 18 ára stúlka fyrirbýður að nokkurt systkinanna fari og hreppstjórinn verður að lúpast burt. 112 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G  ​ Þorp verður til á Flateyri 3. bók Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir Myndir: Freydís Kristjánsdóttir og Ómar Smári Kristinsson Með 3. bókinni um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heima- slóð í árdaga byggðar þar og fram á 20. öld. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, var grundvöllur byggðar á Flateyri fisk- veiðar, vinnsla aflans og þjónusta við sveitirnar. Hér er saman komið mikið og gott efni úr þeirri sögu. 144 bls. Vestfirska forlagið D  ​ Öræfahjörðin Saga hreindýra á Íslandi Unnur Birna Karlsdóttir Þau reika um öræfi Austurlands, hornprúð, tignarleg og kvik á fæti. Hreindýrum var ætlað að verða Íslendingum lífsbjörg á erfiðum tímum. Hér er í fyrsta sinn rakin saga hreindýra á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Sagðar eru sögur af harðri lífsbaráttu á hreindýra- slóðum, æsilegum veiðiferðum og misjöfnum tilraunum til hreindýrabúskapar. 283 bls. Sögufélag Saga, ættfræði og héraðslýsingar D  ​ Byggðasaga Skagafjarðar IX. Ritstj.: Hjalti Pálsson Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar fjallar um Holts- hrepp, samtals 50 býli í Stíflu og Fljótum, ásamt sveitar- félagslýsingu. Fjallað er um allar jarðir í ábúð á árabilinu 1781–2019, með fjölda áhugaverðra innskotsgreina. Bókin er ríkulega myndskreytt með 776 ljósmyndum, kortum og teikningum. Einstakt verk í byggðasöguritun á Íslandi. 496 bls. Sögufélag Skagfirðinga D ​ F  ​ Halaveðrið mikla Mannskæðar hamfarir til sjávar og sveita Steinar J. Lúðvíksson Í febrúar árið 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland – það mesta frá upphafi mælinga. Fimm manns urðu úti í fár- viðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, á Hala- miðum. Þar var fjöldi togara að veiðum. Sum skipanna náðu landi, önnur ekki. Alls drukknuðu 74 sjómenn í Halaveðrinu mikla. 176 bls. Veröld 50

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==