Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 Listir og ljósmyndir G  ​ 130 verk úr safneign Listasafns Íslands Ritn.: Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson og Svanfríður Franklínsdóttir Útgáfustj.: Svanfríður Franklínsdóttir Bókin 130 verk úr safneign Listasafns Íslands er mikil- væg öllum sem þekkja eða vilja kynnast íslenskri mynd- list og gefur einstaka innsýn inn í þann mikla menning- ararf sem safnið varðveitir. 130 listaverk hljóta sérstaka umfjöllun en verkin voru valin til að sýna hina miklu breidd safneignarinnar. Stór ljósmynd er af hverju verki og textar á íslensku og ensku. 288 bls. Listasafn Íslands D  ​ Bekkurinn – dagbók í Gullhring, 2018–2019 Þórarinn Leifsson Myndir: Þórarinn Leifsson Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Í hvert skipti sem áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri dagsferð og gaf henni einkunn að hætti TripAdvisor. Afraksturinn eru svipmyndir úr tímabili þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. 164 bls. Lubbi D  ​ Gjöfin til íslenzkrar alþýðu Kristín G. Guðnadóttir Þýð.: Sarah M Brownsberger Gjöfin til íslenzkrar alþýðu er veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars í Smára til Alþýðusambands Íslands. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ 1961. Þetta er í fyrsta sinn sem stofngjöf Ragnars í Smára kemur út á bók sem ein heild. 251 bls. Listasafn ASÍ D  ​ Hverra manna ertu? Who are your people? Ritstj.: Harpa Þórsdóttir Útgáfustj.: Ragnheiður Vignisdóttir Bókin kom út í tengslum við yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum Huldu Hákon. Fjallað er um list- sköpun þessa áhugaverða listamanns sem kom fram snemma á 9. áratugnum. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda, auk ferilskrár um listamanninn. Bókin er á íslensku og ensku. Vönduð útgáfa um íslenska samtíma- myndlist fyrir alla listunnendur. 143 bls. Listasafn Íslands G  ​ Þegar fólkið er farið heim Hans Børli Þýð.: Vigfús Ingvar Ingvarsson Úrval ljóða eins ástsælasta 20. aldar skálds Noregs sem er lítt þekkt hér á landi. Børli var skógarhöggsmaður á Heiðmörk en gaf út um 20 ljóðabækur. Ljóðin einkenn- ast af einföldum, sterkum, lifandi myndum, einkum úr náttúrunni og af sýn okkar á hana. Mikil lífsviska býr að baki ljóðunum og samúð með öllu sem á erfitt uppdráttar. Ljóðin njóta sín vel í íslenskum búningi Vig- fúsar Ingvars sem ritar athyglisverðan inngang. 144 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi G  ​ Þegar stormurinn kemur Jón Pálsson Þegar stormurinn kemur dregur upp svipmyndir af eyðilegum og hörðum heimi þar sem allt virðist í föstum skorðum en nafnlaus ógn vofir yfir veikburða mannlífi með ískyggilegar framtíðarhorfur. En þó er kannski einhver von? Þegar stormurinn kemur er fjórða ljóðabók Jóns Pálssonar en hann hefur einnig sent frá sér fjórar skáld- sögur. 100 bls. Höfundaútgáfan G  ​ Þetta er ekki bílastæði Brynjólfur Þorsteinsson Brynjólfur Þorsteinsson hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2019 fyrir ljóðið „Gormánuður“. Verðlaununum fylgir hann eftir með sinni fyrstu ljóðabók. Hér stígur fram nýr höf- undur sem er óhræddur við að afhjúpa fáránleika hvers- dagsleikans með beittum húmor, frumlegri hugsun og litríku myndmáli. Þetta er ekki bílastæði er fjörugur óður til ímyndunaraflsins. 60 bls. Una útgáfuhús G  ​ Þrír leikþættir Ragnar Helgi Ólafsson Efni: Sjá titil. 110 bls. Tunglið forlag G  ​ Þröskuldur hússins er þjöl Arnfríður Jónatansdóttir Ljóðskáldið og verkakonan Arnfríður Jónatansdóttir (1923–2006) bjó lengst af við kröpp kjör í bragga- hverfum Reykjavíkur. Hún hefur verið kölluð fyrsti kvenkyns módernistinn og gleymda atómskáldið. Hennar eina ljóðabók kom út árið 1958 og birtist nú í endurútgáfu með viðaukum, inngangi eftir Soffíu Auði Birgisdóttur og viðtali við skáldið. 84 bls. Una útgáfuhús 48 Ljóð og leikrit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==