Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 D  ​ Dimmumót Steinunn Sigurðardóttir Áhrifamikil ljóðabók með sterkum og óvæntum nátt- úrumyndum, stórbrotin ástarjátning til lands og jökuls. Frá sjónarhóli barnsins sem heillast af hvítu eilífðar- fjalli liggur leiðin til óvissu og umbreytinga samtímans. Steinunn Sigurðardóttir hefur alla tíð verið í beinu og brýnu samtali við líðandi stund í skáldskap sínum og fagnar nú hálfrar aldar höfundarafmæli. 95 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Döggslóð í grasi Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir Kristbjörg Freydís ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Hún sat aldrei yfir skriftum heldur varð kveðskapur hennar til í dagsins önn, kannski hripuð brot og brot aftan á umslög, á spássíur dagblaða eða aðra blaðsnepla. Þrátt fyrir þetta er hún afar góður hagyrðingur, með gott vald á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst víða. Þetta er þó fyrsta ljóðabók hennar og svíkur engan. 96 bls. Bókaútgáfan Hólar E  ​ Edda Harpa Rún Kristjánsdóttir Edda er fyrsta ljóðabók Hörpu Rúnar og fyrir hana hlaut hún bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmunds- sonar 2019. Hér takast á gleði og sorg og tvinnast saman en verða loks eitt. Heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli vega salt. Harpa Rún Kristjánsdóttir er bókmenntafræðingur og afdalabarn sem hefur birt ljóð í tímaritum og skrifað ljóðprósa í ljósmyndabækur. 80 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D  ​ Eilífðarnón Ásta Fanney Sigurðardóttir Eilífðarnón er fyrsta ljóðabók Ástu Fanneyjar í fullri lengd, en hún hefur flutt ljóð sín hérlendis og erlendis á ljóðahátíðum og viðburðum sem telja vel á tíunda tug. Bókin er í senn leiðarljós og ferðamáti – dulræn för milli svefns og vöku. 80 bls. Partus forlag G  ​ Eins og tíminn líður Guðný G. H. Marinósdóttir Guðný sendir frá sér sína fyrstu bók með athyglis- verðum ljóðum sem hún hefur nostrað við og fágað. Hún dregur upp grípandi myndir úr náttúrunni og af því sem í huga býr. Ljóðin eru litlar perlur – um ást og hatur, undarlegar leiðir lífsins, söng vindsins og fugla sumarsins, tært regnið og blómailminn í brekkunni en einnig um þjáningu og einsemd. Og Guðný áréttar að við erum hluti af órofa heild tilverunnar. 68 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Ljóð og leikrit D  ​ 100 ljóð Geirlaugur Magnússon Geirlaugur Magnússon (1944–2005) er eitt af helstu skáldum sinnar kynslóðar. Hann sendi frá sér 17 ljóða- bækur sem allar hafa verið ófáanlegar lengi og er því mikill fengur að þessu úrvali. Bókin hefur að geyma ljóð úr öllum bókum hans og ætti að gefa lesendum einstakt tækifæri til að kynnast ljóðheimi hans. 195 bls. Skrudda D  ​ Ástkæra landið Ólafur F. Magnússon Ólafur Friðrik Magnússon er er læknir að mennt. Hann átti lengi sæti í borgarstjórn Reykjavíkur og var um hríð borgarstjóri. Stjórnmálaferill hans var sviptingasamur ekki síður en litríkur og þrátt fyrir marga persónu- lega sigra lenti Ólafur í miklum mótblæstri bæði fyrir og eftir að hann hætti stjórnmálaafskiptum. Ekki fór að blása byr í segl Ólafs á ný, fyrr en um hægðist, árið 2013. Frá þeim tíma hafa ljóð hans orðið til, sem mótast mjög af ást höfundar á landi sínu og þjóð, en einnig af erfiðri lífsreynslu, sem hefur orðið honum til farsældar. 110 bls. Skrudda D  ​ Bestu limrurnar Umsj.: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bestu limrurnar hafa að geyma rösklega 200 snjallar og skemmtilegar limrur sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson, kennari og rithöfundur, hefur safnað saman á síðustu árum. Limrur eru eins og flestir vita, óútreiknanleg hrekkjusvín í húsi bragarins. Bestu limrurnar er bók sem gleður. 256 bls. Almenna bókafélagið G  ​ Bragarblóm Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bragarblóm er tólfta ljóðabók Ragnars Inga. Hún hefur að geyma sjötíu og fimm limrur, gefin út á sjötíu og fimm ára afmæli höfundarins. Limrurnar hafa orðið til á löngum tíma og eru svolítið galgopalegar á köflum, en þannig eiga limrur að vera. 66 bls. Fannafold 103 42

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==