Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 E  ​ Annálar Bob Dylan Þýð.: Guðmundur Andri Thorsson Annálar er ómetanleg heimild um einn áhrifamesta listamann heims; tilurð hans, lífsspeki og viðhorf, um margvíslegt fólk og staði sem höfðu mótandi áhrif á hann, auk þess sem ritsnilld hans og sagnagáfa hafa nú þegar gert bókina sígilda. Guðmundur Andri Thorsson íslenskaði og ritar eftir- mála. 368 bls. Bjartur D  ​ Bjargfæri Samanta Schweblin Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Ung kona liggur dauðvona á sjúkrabeði. Hjá henni situr drengur sem hjálpar henni að muna hvað gerðist. Nístandi hryllingssaga úr nútímanum, næstum óbæri- lega spennandi, um það sem við óttumst mest. Samanta Schweblin er einn fremsti höfundur sinnar kynslóðar á spænska tungu og hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og lesenda víða um heim. 124 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E ​ F  ​ Blá Maja Lunde Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir Árið 2017 heimsækir Signe æskuslóðir í Noregi þar sem blasa við miklar virkjunarframkvæmdir. Hún siglir skelkuð á braut, ein á skútu, til að hitta mann sem hún elskaði eitt sinn og á við hann áríðandi erindi. Árið 2041 er David á flótta í Frakklandi ásamt dóttur sinni en miklir þurrkar hafa hrakið þau að heiman. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli og ótal spurningar vakna … 347 bls. Forlagið – Mál og menning E ​ F  ​ Blóðbönd Roslund & Thunberg Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson Fjórtán ára gamall drengur hreinsar blóði drifna for- stofuna heima hjá sér eftir að faðir hans hafði misþyrmt móður hans. Hann þarf nú að sjá um yngri bræður sína tvo. Neyðin rekur hann út í fyrsta ránið sem hann fremur. Mörgum árum síðar á hann á sér draum: að framkvæma hið fullkomna rán. 540 bls. Veröld G  ​ Blóðhefnd Angela Marsons Þýð.: Ingunn Snædal Kim Stone snýr aftur í hörkuspennandi trylli sem þú getur ekki lagt frá þér. Fréttablaðið sagði: „Besta bókin hingað til í sallafínni krimmaseríu sem er ekki síst ávanabindandi vegna þess hversu aðalpersónan Kim Stone er ómótstæðilegur löggutöffari. Komi hún fagnandi. Sem oftast.“ 384 bls. Drápa Skáldverk Þýdd E ​ F  ​ 1793 Niklas Natt och Dag Þýð.: Hilmar Hilmarsson Á myrkri haustnótt 1793 er lík dregið upp úr forar- polli í Stokkhólmi, skelfilega leikið – einhver hefur haldið manninum föngnum og aflimað hann smátt og smátt. Brátt kemur í ljós að undirferli, mannvonsku og kvalalosta er að finna á bak við glæstar framhliðar stór- hýsanna, engu síður en í aumustu hreysum. Óvæginn og vel skrifaður, kolsvartur tryllir. 448 bls. Forlagið – JPV útgáfa E ​ F ​ C  ​ Að vetrarlagi Isabel Allende Þýð.: Sigrún Eiríksdóttir Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Isabel Allende er uppáhaldshöfundur margra enda skrifar hún töfrandi sögur og hefur einstakan skilning á mannlegu eðli. Hér leiðir hún lesendur í vetrarferð með Richard, Lucíu og Evelyn sem bræða mun hvert hjarta. 368 bls. / H 10:45 klst. Forlagið – Mál og menning E  ​ Aisha Jesper Stein Þýð.: Ólafur Arnarson Í Kaupmannahöfn finnst lík af limlestum manni sem hefur verið pyntaður til dauða. Rannsóknarlögreglu- maðurinn Axel Steen stýrir rannsókninni. Fórnarlambið er Sten Høeck fyrrverandi leyniþjónustumaður. Gamalt hryðjuverkamál blandast inn í rannsóknina og Axel mætir andstöðu innan lögreglunnar. 400 bls. Krummi bókaútgáfa E  ​ Annabelle Lina Bengtsdotter Þýð.: Brynja Cortes Andrésdóttir Hin 17 ára Annabelle hverfur í smábænum Gullspång í vesturhluta Svíþjóðar. Lögreglukonan Charlie Lager er send frá Stokkhólmi – til smábæjarins sem hún sjálf yfirgaf fjórtán ára að aldri … Alþjóðleg metsölubók. „Snilldarlega skrifuð og þétt glæpasaga.“ DN, Svíþjóð 332 bls. Bjartur 34

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==