Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 Barnabækur Myndskreyttar D  ​ Blesa og leitin að grænna grasi Lára Garðarsdóttir Myndskr.: Lára Garðarsdóttir Blesa er íslenskur hestur í venjulegum íslenskum haga. Hún er komin með nóg af því að borða sama heyið alla daga og henni leiðist afskaplega mikið. Blesa er sann- færð um að grænna gras sé að finna annars staðar. Týri, vinur hennar, tekur til sinna ráða og rekur hana af stað í ferðalag. Á ferð sinni um landið kynnist Blesa alls konar dýrum og heimsækir spennandi staði. En eftir því sem líður á ferðalagið fer hún að velta fyrir sér hvort hún sé mögulega að leita langt yfir skammt. Bókin er einnig fáanleg á ensku. 48 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi G  ​ Blíða og Blær Ýmsir Texti á pólsku og íslensku! Tveir titlar: Fyrsta óskin og Glitrandi jól. Styttir biðina eftir jólunum, gaman að lesa, líma og lita. 38 bls. Töfraland – Bókabeitan D  ​ Draumaland 11 hugljúfar sögur Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Kúrðu þig með ellefu frábærar sögur í þessu fallega safni af sögum fyrir svefninn. Bæði foreldrar og börn eiga eftir að lesa sögurnar aftur og aftur. 96 bls. Setberg bókaútgáfa G  ​ Dýrabörn Baðbók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Börnin elska að skoða bók í baði, sundi eða sturtu. Með þessari skemmtilegu bók verður ennþá meira fjör! Litríkar myndir á mjúkum, vatnsheldum síðum. Baðbók fyrir yngstu börnin. 6 bls. Setberg bókaútgáfa D  ​ Risaeðlugengið Eggið Lars Mæhle Þýð.: Æsa G. Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson Myndir: Lars Rudebjer Vinirnir Gauti grameðla og Sölvi sagtanni stytta sér leið í gegnum Mýrarskóg sem er þó alveg harðbannað því þar er eitthvert RISAVAXIÐ ILLFYGLI á sveimi. Þeir eru bara svo spenntir að sjá hvað kemur úr eggi mömmu Sölva: Systir eða bróðir? Krúttleg, fræðandi og fyndin saga fyrir yngsta áhugafólkið um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr. 48 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Elmar á afmæli David McKee Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson Litskrúðugi fíllinn Elmar hefur unnið hug og hjörtu barna um allan heim. Hann á nú þrjátíu ára afmæli. Í tilefni af því kemur út ný bók í flokknum um Elmar – Elmar á afmæli. Hugljúf, skemmtileg og einstaklega fallega myndskreytt bók um fílinn fjölskrúðuga og vini hans. 26 bls. Ugla D  ​ Etna og Enok hitta jólasveinana Sigríður Etna Marinósdóttir Myndir: Freydís Kristjánsdóttir Etna og Enok eru uppátækjasöm systkini sem dreymir um að hitta jólasveinana. Þau beita ýmsum brögðum til að grípa sveinana glóðvolga og lenda í sannkölluðu jólaævintýri. Skemmtileg jólasaga sem gott er að njóta á aðvent- unni. 38 bls. Óðinsauga útgáfa D  ​ Ég elska þig Mamma grís Neville Asley og Mark Baker Þýð.: Klara Helgadóttir Gurra grís og Georg vilja gera Mömmu grís einstaklega góðan dag til að sýna henni hve mikið þau elska hana. En ekki fer allt á þann veg sem þau höfðu skipulagt … Hlý og falleg bók um Gurru grís sem glatt hefur börn um allan heim. 28 bls. Unga ástin mín 3

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==