Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 D ​ E  ​ Austur skáldsaga í 33 köflum Bragi Páll Sigurðarson Austur er fyrsta skáldsaga Braga Páls og segir frá Eyvindi, félagslega einangruðum hagfræðingi á fertugs- aldri. Í vonlausri leit Eyvindar að tilgangi sínum ferðast hann um hin þrjú dæmigerðu sögusvið íslenskrar sagnahefðar; borg, sjó og sveit, með óvæntum brekkum og beygjum. Bragi Páll er einn sá frumlegasti í flórunni um þessar mundir. 212 bls. Sögur útgáfa E  ​ Ástin Texas Guðrún Eva Mínervudóttir „Fádæma vel gert; mannlýsingar eru trúverðugar og vekja samkennd með persónum og samskiptum þeirra lýst af slíkri dýpt og næmi að þau láta lesandann vart ósnortinn.“ Fjöruverðlaunin 2019, umsögn dómnefndar. „Heillandi, efnismiklar sögur, hver um sig sjálfstætt verk.“ HÞ, Mbl. 208 bls. Bjartur E  ​ Átta sár á samviskunni Karl Ágúst Úlfsson Lamaður maraþonhlaupari, blóðfórn í Ikea og jóla- plattasafn frá Bing & Gröndal koma við sögu í bókinni Átta sár á samviskunni . Sömuleiðis stjórnmálamaður í leit að karakter og verndarengill lagermanna. Karl Ágúst Úlfsson hefur getið sér gott orð sem leik- ari, leikstjóri, þýðandi og leikskáld. Hér eru á ferðinni bráðskemmtilegar sögur um fólk úr ýmsum áttum. 176 bls. Benedikt bókaútgáfa C  ​ Átta sár á samviskunni Karl Ágúst Úlfsson Lesari: Karl Ágúst Úlfsson Lamaður maraþonhlaupari, blóðfórn í Ikea og jóla- plattasafn frá Bing & Gröndal koma við sögu í bókinni Átta sár á samviskunni. Sömuleiðis stjórnmálamaður í leit að karakter og verndarengill lagermanna. H 4:38 klst. Storytel D ​ F ​ I  ​ Barn náttúrunnar Halldór Laxness Fyrsta bók Halldórs Laxness, Barn náttúrunnar , kom út 1919, þegar hann var sautján ára, og er nú gefin út í tilefni aldarafmælisins. Þessi heillandi ástarsaga sveita- stúlkunnar Huldu og heimsmannsins Randvers er mikil átakasaga þar sem stórar hugsjónir eru í húfi. Með fylgir formáli höfundar að 2. útgáfu sögunnar frá 1964 og nýr eftirmáli Halldórs Guðmundssonar. 214 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell Skáldverk Íslensk D  ​ 2052 – Svipmyndir úr framtíðinni 25 íslenskir höfundar Ritstj.: Hjörtur Smárason 25 höfundar skrifa stuttar sögur sem allar gerast á Íslandi árið 2052 og vekja lesandann til umhugsunar um hvert Ísland stefnir. Hver verður staða ferðaþjón- ustunnar, þorsksins eða fjölskyldunnar? Verður Ísland leiðandi á ákveðnum sviðum vísindanna eða skipt í tvær þjóðir í valdabrölti stórvelda? 232 bls. Hjörtur Smárason D  ​ Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir Tilviljun leiðir saman ólíka sögumenn þessarar ein- stæðu skáldsögu: Borghildi sem nýorðin er ekkja; tölvu- karlinn Árna; hina ungu Hönnu og Aron Snæ, ellefu ára son einstæðrar móður … Áhrifamikil og firnasterk saga, skrifuð af einstöku næmi og stílgáfu sem lesendur Guðrúnar Evu þekkja. 166 bls. Bjartur D ​ E  ​ Aðventa Stefán Máni Tilkynnt er hvarf fjögurra hælisleitenda úr gistiskýli og er Hörður Grímsson settur í málið. Leitin að mönn- unum fer fram með leynd enda vill lögreglan ekki að almenningur hafi áhyggjur. Ef fólk getur ekki verið öruggt hér uppi á litla Íslandi, hvar þá? „Stefán Máni er besti spennubókasmiður okkar Íslendinga.“ Þorgeir Tryggvason, gagnrýnandi Kiljunnar. 296 bls. Sögur útgáfa E  ​I  ​ Allt hold er hey Þorgrímur Þráinsson „Mér birtist reglulega ung kona sem segist ekki öðlast frið í sálu sinni fyrr en einhver hefur sagt sögu hennar. Hún dó fyrir rúmum 200 árum!“ Þetta óvenjulega erindi fékk Þorgrímur Þráinsson árið 1992 og skrifaði í kjöl- farið metsölubókina Allt hold er hey , fyrstu skáldsögu sína fyrir fullorðna. Loksins er þessi magnþrungna örlagasaga fáanleg að nýju. 339 bls. Forlagið – Mál og menning 24

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==