Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 D ​ F  ​ Fjallaverksmiðja Íslands Kristín Helga Gunnarsdóttir Sjö nýstúdentar stefna hver í sína áttina áður en vindur- inn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands – draumasamfélag til dýrðar náttúrunni. Boðskapnum er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt. Hörkuspennandi saga sem vekur lesendur til umhugs- unar um mikilvægustu mál samtímans. 278 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Fótboltaspurningar 2019 Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson Hvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþrótta- félag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísla- dóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók! 80 bls. Bókaútgáfan Hólar D  ​ Hin ódauðu Johan Egerkrans Þýð.: Ingunn Snædal Þau rísa upp úr gröfunum og hungrar í blóð og lífskraft. Allt frá ómunatíð hafa hin ódauðu skotið hinum lif- andi skelk í bringu. Gullfalleg, hræðileg, skemmtileg og fræðandi bók frá Johani Egerkrans, höfundi Norrænu goðanna, sem kom út 2018. 128 bls. Drápa D ​ F ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Hrauney Huldufólkið Karólína Pétursdóttir Hrafntinna er í sveitinni hjá ömmu sinni, þegar hún fær á 17 ára afmæli sínu gjöf sem varpar henni inn í aðra vídd þar sem álfar ráða ríkjum. Með hjálp álfa sem hún kynnist í Álfheimum, ferðast hún um landið í leit að hlutum sem eiga að koma henni aftur heim. Hættur steðja að úr ólíkum áttum og allskyns álfar verða á hennar leið. Verður allt eins og það á að sér að vera þegar hún kemur heim eða hefur ferðalag hennar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar? Kristín Pétursdóttir les. 296 bls. Sensus Novus ehf Ungmennabækur E ​ F  ​ 40 vikur Ragnheiður Gestsdóttir 40 vikur kemur nú út í endurbættri útgáfu. Kvöldið sem krakkarnir fagna próflokum í tíunda bekk hittir Sunna Bigga, sætasta strákinn í bekknum. Þegar líður á haustið uppgötvar hún að nóttin sem þau vörðu saman hefur haft afleiðingar. 231 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan G  ​ Daði Sigga Dögg Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mót- sagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kyn- fræðings um land allt undanfarin tíu ár. Daði er sjálf- stætt framhald bókarinnar kynVeru , sem kom út árið 2018. 228 bls. Kúrbítur D  ​ Dulmálsmeistarinn Bobbie Peers Þýð.: Ingunn Snædal Þegar WilliamWenton var barn hvarf afi hans af yfir- borði jarðar en lét William eftir stórkostlegar gáfur og undraverða hæfileika. Fyrsta bókin umWilliamWenton. „Æsispennandi saga sem er full af laumuspili, leyni- makki og dálitlu af fantasíu.“ Guardian 234 bls. Bjartur D ​ F  ​ Ég er svikari Sif Sigmarsdóttir Þýð.: Halla Sverrisdóttir Dularfullar verur utan úr geimnum ráðast á jörðina og hrifsa til sín unglinga. Amy býr í London með fjölskyldu sinni og þarf að sýna mikinn styrk þegar hún fær óvænt lykilhlutverk mitt í allri óreiðunni. Svöl og öðruvísi vísindaskáldsaga þar sem hraði, ógn og átök koma fyrir á hverri síðu en líka vinátta, ástir og mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig. Spennandi bók eftir íslenskan höfund sem er að gera það gott erlendis. 397 bls. Forlagið – Mál og menning 21

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==