Bókatíðindi 2019

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 Barnabækur Fræði og bækur alMenns eFnis G  ​ Áfram konur! 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi Marta Breen og Jenny Jordahl Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir Saga kvennabaráttu um allan heim er rakin í máli og myndum og sagt frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna, kvenfrelsi og systralagi. 121 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Bók um bý Wojciech Grajkowski Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson og Tómas Hermannsson Myndskr.: Piotr Socha Þessi fallega bók um býflugur er margverðlaunuð um allan heim. Hunangið drýpur af síðum hennar. Höf- undurinn, sem er einhver fremsti myndskreytir Evrópu nú um mundir, ólst upp í pólskri sveit þar sem faðir hans var býflugnabóndi. Hann fræðir okkur um fjöl- breytt hlutverk býflugnanna, sögu þeirra og hvað gerir þær að mikilvægustu lífverum jarðar. 80 bls. Sögur útgáfa D  ​ Bók um tré Wojciech Grajkowski Þýð.: Illugi Jökulsson Myndskr.: Piotr Socha Þessi undurfagra bók hefur farið sigurför um heiminn á örskömmum tíma. Hér eru tré heimsins skoðuð út frá ótal skemmtilegum sjónarhornum. Saga trjánna er rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menningu, listum og náttúrunni sjálfri. „Maður fyllist lotningu við að lesa þessa bók!“ Sunna Dís Másdóttir í Kiljunni. 72 bls. Sögur útgáfa G  ​ Fimmaurabrandarar Fimmaurabrandarafjelagið Orðaleikjabók í heimsklassa – samsafn af frábærum bröndurum sem safnast hafa inn á síðu hins vinsæla Fimmaurabrandarafjelags og fær alla til að hlæja. Eru streptókokkar ekki bestir í að búa til spítalamat? Ef fjórir af hverjum fimm þjást af niðurgangi hlýtur sá fimmti að njóta hans. Þetta og maaaaaargt fleira bráð- skemmtilegt! 80 bls. Bókaútgáfan Hólar D ​ F  ​ Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson Í þessari æsispennandi bók sogast lesandinn inn í stór- hættulegan tölvuleik og þarf að leysa ótal þrautir til að komast aftur heim. Til dæmis að vinna landsleik í fótbolta, temja dreka og sleppa frá mannætublómum … Sjötta bókin í geysivinsælum og margverðlaunuðum bókaflokki Ævars Þórs, þar sem lesandinn sjálfur ræður ferðinni. Ævintýralega góð skemmtun! 592 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Þín eigin saga Draugagangur Piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Þessar litríku bækur fjalla um draugalegt hús og skraut- lega íbúa þess, glaðlegan piparkökukarl, grimma norn – og ÞIG. Því þú ræður hvað gerist! Bækur Ævars þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið mikilla vinsælda. Hér spinnur hann þræði úr Þinni eigin hrollvekju og Þínu eigin ævintýri í stuttum köflum og aðgengilegum texta sem hentar byrjendum í lestri. 80/56 bls Forlagið – Mál og menning D  ​ Þrjár bækur eftir Tomi Ungerer Máni Ræningjarnir þrír Tröllið hennar Sigríðar Tomi Ungerer Þýð.: Sverrir Norland Þrjár ógleymanlegar sögur fyrir börn á aldrinum 3-103 ára með glæsilegum myndskreytingum höfundarins. Tomi Ungerer var einn dáðasti barnabókahöfundur 20. aldar og er nú loksins fáanlegur á íslensku. Bækurn­ ar eru ýmist seldar stakar eða þrjár saman í fallegu bókaknippi. 40/40/36 bls. AM forlag D  ​ Ævintýri Lottu Kanínur úti um allt Alice Pantermuller Þýð.: Herdís MHúbner Bækurnar um Lottu eru í hópi allra vinsælustu barna- bóka Þýskalands. Þær hafa nú þegar verið þýddar á 33 tungumál og selst í milljónum eintaka. Lesendur kunna vel að meta húmorinn og ævintýrin í kringum Lottu en bækurnar henta 8-11 ára lesendum mjög vel. 184 bls. Bókafélagið D  ​ Ævintýri Munda lunda Ásrún Magnúsdóttir Myndskr.: Iðunn Arna Hvað gerist þegar mamma og pabbi, sem eiga tvo káta hunda og einn lúmskan kött, taka blindan lunda í fóstur? Jú, það verða uppi loppur og sundfit! Bráðskemmtileg saga eftir höfund bókanna um ærslabelginn Korku – og hér eru það dýrin sem segja frá. Ríkulega myndskreytt og einnig fáanleg á ensku. 104 bls. Bókabeitan 18 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==