Umbúðir Plast

Plast

Arkir / Lök / Umslög

 • Arkir og umslög eru mikið notuð m.a. í sjávarútvegi sem millilag þegar pakka þarf ferskvöru til frystingar svo varan frjósi ekki saman. Þunn lög af plasti sem koma í mismunandi stærðum og þykktum.
 • Lök eru plast yfirbreiðslur sem settar eru yfir bretti þegar búið er að stafla t.d. kössum upp og eru vörn fyrir bleytu, ryki, raka og öðrum óæskilegum efnum sem geta skemmt vörur.
 • Lök er hægt að fá í algengustu stærðum fyrir euro og ameríku bretti, eða sérsniðið að þörfum hvers og eins.

Bóluplast

 • Bóluplast er kjörið fyrir þá sem þurfa verja viðkvæma hluti hvort sem er til sendingar, geymslu eða annara nota.
 • Hjá Odda er til gott úrval af bóluplasti í ýmsum lengdum og breiddum, með litlum eða stórum loftbólum.
 • Umbúðaverslun Odda bíður upp á fjölbreytt úrval af bóluplasti ásamt límböndum og kössum til að nota með bóluplastinu.

Bygginga- Þol- og Garðplast

 • Í áratugi höfum við útvegað m.a. byggingar iðnaðinum byggingar- og þolplast.
 • Þolplastið okkar er CE merkt og stenst ströngustu kröfur evrópusambandsins.
 • Sérstakir eiginleikar þolplastsins gera plastið að frábærri vörn gegn raka og sólarljósi .

Ekki taka áhættu á að setja neitt annað en gæðavöru í þitt loft eða þína veggi.

Filmur / Krumpur / Slöngur / Hettur

 • Oft getur verið vandasamt að vernda vörur í flutningum.
 • Leitaðu til Odda og við finnum réttu lausnina fyrir þig hvort sem það er plast sem aðlagar sig að vörunni í gegnum hitagöng (krumpa), hetta til að breiða yfir bretti í flutningum svo óhreinindi komist ekki í vöruna eða slöngur til að setja risa laxinn í sem þú veiddir.
 • Hægt er að aðlaga stærðir og útlit að þínum þörfum.

Við erum með réttu lausnina fyrir þig.

Iðnaðarpokar

 • Vanti þig trausta og örugga poka í iðnaðinn erum við með réttu vöruna fyrir þig.
 • Hjá Odda bjóðum við uppá mjög sterka poka sem þola mikla þyngd og mikið hnjask.

Við hjálpum þér að finna réttu stærðina og þykktina fyrir þína vöru.

Kjörbúða -og Sérvörupokar

 • Á hverjum degi eru plastpokar notaðir til að flytja, pakka og halda á matvælum, vörum og svo miklu meira. Hjá Odda höfum við byggt upp teymi sérfræðinga sem veit að þarfirnar eru ólíkar á mismunandi mörkuðum.
 • Hvort sem þig vanti einfalda ómerkta plastpoka eða sérhannaða sem undirstrika áherslu þíns fyrirtækis þá erum við með réttu lausnina.
 • Hægt er að framleiða plastpoka í mörgum ólíkum stærðum, formum og með mismunandi höldum á hagkvæman, ódýran máta í mörgum litum.
 • Sérhannaðir plastpokar skera sig úr með áberandi hætti og undirstrika áherslurnar þínar.
 • Framleiða má plastpoka úr endurunnu eða hreinu hráefni.

Allir plastpokar eru endurvinnanlegir séu þeir rétt flokkaðir svo nýta megi hráefnið til að framleiða aðrar vörur.

Matvælapokar

 • Oddi býður upp á mikið úrval af pokum undir matvæli þar sem hægt er að framleiða eftir þörfum hvers og eins hvort sem pokarnir eru stórir, smáir, mörgum litum, formum, með lyktar vörn, o.fl.
 • Hér að neðan er stutt upptalning af ólíkum pokum sem hægt er að framleiða:

  Rennilásapokar
  Laxapokar og laxaslanga
  Sælgæti og snakk (pokar)
  Vacum pokar
  Stand-up pokar
  Matvælapokar
  Fiskipokar
  Bakarís pokar

   

 • Hægt er að fá sérútbúið útlit af vacuum- og standuppokum sem skera sig frá fjöldanum með fallegri hönnun. Einnig er hægt að útbúa standup poka úr pappír.
 • Allir plastpokar undir matvæli frá Odda eru matvælavottaðir sem tryggir stöðluð gæða- öryggis- og rekstrarviðmið þar sem framleiðendur uppfylla ströng skilyrði og tryggja neytendum gæðavörur undir matvæli.
 • Íslenskur sjávarútvegur hefur treyst á fiskipokana frá Odda í áratugi og eru þekktir fyrir mikil gæðin.

Sæktu í sérfræðingana í Odda svo fiskurinn endi ferskur á borði neytandans.

Sorppokar

 • Sorppokarnir frá Odda hafa verið notaðir af einstaklingum og fyrirtækjum í áraráðir, hvort sem er fyrir tiltekt í garðinum, fyrir sorpið, í geymsluna og margt annað.
 • Sorppokarnir eru til í nokkrum styrkleikum og litum en þessir klassísku sem allir þekkja eru:

 Léttur og Sterkur:
Fáanlegir í 10, 25 eða 50 stk á rúllu.