Þjónusta

[wpseo_breadcrumb]

Þjónusta

Þið eruð komin í örugga höfn í viðskiptum við Odda

Við kappkostum að veita öllum viðskiptavinum fulla athygli, stórum sem smáum, og viljum rækta sambandið. Loforð okkar eru raunhæf, og við stöndum við þau. Við viljum að samskiptin séu óþvinguð og komum hreint fram ef vandamál koma í ljós.

Svartími

Þarfir viðskiptavinarins eru í fyrirrúmi. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt kostur er, hvort sem um er að ræða einfaldar eða flóknari tilboðsbeiðnum, en móttaka beiðninnar er staðfest þegar í stað.

Þjónustuloforð okkar

Símsvörun

Öllum símtölum er svarað þegar í stað. Geti ákveðinn starfsmaður einhverra hluta vegna ekki sinnt símtalinu er ævinlega boðið upp á aðstoð frá öðrum starfsmanni, eða tekið við skilaboðum.

Samstarfsfólk

Við berum virðingu fyrir störfum, skoðunum og tíma hvert annars, og gleymum því aldrei að við erum í sama liði.

Vinnuumhverfi

Vinnustaðurinn á að vera okkur til sóma hvað snyrtimennsku áhrærir og viðskiptavinum notalegur.

Vandamál

Vandamál fela í sér tækifæri til að gera enn betur og við viljum leysa þau þannig að sambandið við viðskiptavininn styrkist og batni.

Þjónustuloforð okkar

Við kappkostum að veita öllum viðskiptavinum fulla athygli, stórum sem smáum, og viljum rækta sambandið. Loforð okkar eru raunhæf, og við stöndum við þau. Við viljum að samskiptin séu óþvinguð og komum hreint fram ef vandamál koma í ljós.

Svartími

Þarfir viðskiptavinarins eru í fyrirrúmi. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt kostur er, hvort sem um er að ræða einfaldar eða flóknari tilboðsbeiðnum, en móttaka beiðninnar er staðfest þegar í stað.

Símsvörun

Öllum símtölum er svarað þegar í stað. Geti ákveðinn starfsmaður einhverra hluta vegna ekki sinnt símtalinu er ævinlega boðið upp á aðstoð frá öðrum starfsmanni, eða tekið við skilaboðum.

Vandamál

Vandamál fela í sér tækifæri til að gera enn betur og við viljum leysa þau þannig að sambandið við viðskiptavininn styrkist og batni.

Vinnuumhverfi

Við sýnum frumkvæði í störfum okkar, hvort sem um ræðir vöruþróun, þjónustu við viðskiptavini eða í umbótastarfi. Þannig ná viðskiptavinir og Oddi betri árangri.

Samstarfsfólk

Við berum virðingu fyrir störfum, skoðunum og tíma hvert annars, og gleymum því aldrei að við erum í sama liði.

Söludeild

Vantar þig aðstoð?
Síminn í þjónustuveri okkar er  515-5000

Opið  alla virka daga 8-16

Dreifing

Oddi getur tekið að sér að koma vörunum þínum til dreifingaraðila þegar dreifa á víða um land, til Póstsins eða annarra flutningsaðila – eða við getum keyrt út vörur á höfuðborgarsvæðið sé þess óskað sérstaklega.

Hafið samband við viðskiptastjóra Odda til að fá nánari upplýsingar.

Hönnun

Hjá Odda starfa sérfræðingar í hönnun og uppsetningu og framleiðslu prentverka. Sérþekking í prentun nær til alls sem lítur að kilju- og tímaritaprentun, pappírsgerð, litanotkun og myndvinnslu. 
Sérfræðingar Odda eru hugmyndaríkir, óhræddir að feta ótroðnar slóðir, tileinka sér nýjungar og nálgast verkefnin á skapandi hátt. Hugmyndavinna og hönnun miðar að því að viðskiptavinirnir fái í hendur fallega vöru sem sker sig úr.

Miklu máli skiptir fyrir bestu útkomu á prentverki að frágangur og vistun prentskjala sé réttur. Því biðjum við viðskiptavini sem koma með fullhönnuð verk til prentunar, hvort sem það á við kiljur, bæklinga eða umbúðir, að kynna sér vel, áður en vinna hefst við hönnun, hvernig ganga skal frá skjölum til prentunar undir SKIL Á EFNI eða hafa samband við ráðgjafa okkar og fá upplýsingar

Persónuleg ráðgjöf

Fá tilboð