[wpseo_breadcrumb]

Umhverfisstefna

Oddi leggur áherslu á eftirfarandi atriði í rekstri sínum:
– Að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar.
– Að framleiðslan uppfylli kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni.
– Að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem til fellur í framleiðslunni, bæði pappírs og annarra efna.
– Að tæki og búnaður uppfylli ströngustu kröfur um lágmarks orkunotkun.
– Að framleiðslufyrirtæki sem Oddi er í viðskiptum við hafi vottun í umhverfismálum, hafi sett sér umhverfisstefnu eða vinni markvisst að umhverfismálum.
– Að uppfylla að lágmarki allar kröfur sem settar eru í gildandi lögum og reglugerðum.
Oddi tryggir þessi skilyrði með því að upplýsa alla starfsmenn um áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, sem og lög, reglugerðir, staðla og kröfur í umhverfismálum.