[wpseo_breadcrumb]

Svansvottun

Umhverfisvottun Svansins, sem Oddi fékk í desember 2009, er stór þáttur í að tryggja að Oddi verði áfram í fararbroddi í íslenskum prentiðnaði hvað umhverfismál varðar. Svanurinn vottar að umhverfisáhrif framleiðslunnar séu í lágmarki og að kröfum um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni sé fullnægt. Auk þess fylgja Svansvottun ákvæði um meðhöndlun úrgangs (pappír, ólífræn efni og annað sorp), rýrnun á pappír og farfa og orkunýtingu. Þess vegna má Oddi tilgreina á framleiðslu sinni að prentsmiðjan sé umhverfisvottuð á bylgjukössum, öskjum, tímaritum, bókum og öllu almennu prentverki.
Umhverfisvottun Svansins tryggir framfarir í umhverfismálum og að stöðugt sé unnið að úrbótum í mengunarvörnum.
Norræna umhverfismerkið Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Svanurinn hefur skipað sér sess sem mikilvægasta og áreiðanlegasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum, með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Svansmerking sýnir að um er að ræða gæðavörur sem eru vistvænni og heilnæmari en flestar sambærilegar vörur á markaðnum.

Kröfur Svansins gagnvart prentsmiðjum

– Samþykkt efni skulu vera að minnsta kosti 95% af allri efnanotkun.
– Lögð er áhersla á notkun umhverfismerkts eða endurunnins pappírs við prentun. Lágmarka á pappírsúrgang við framleiðslu. Flokkun úrgangs skal vera góð og tryggt að allur hættulegur úrgangur hljóti rétta meðhöndlun.
– Hvatt er til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa og að orkunotkun við framleiðsluna sé lágmörkuð.
– Lögð er áhersla á að velja sem mest af umhverfismerktri vöru og þjónustu í innkaupum.
– Gerð er krafa um reglulega þjálfun og fræðslu starfsmanna ásamt ákveðnum ferlum sem stýra umhverfisstarfinu. Fyrirtækið þarf að uppfylla öll lög og reglugerðir sem eiga við starfsemina.

Áhrif umhverfisvottunar

Með því að eiga viðskipti við umhverfisvottaða prentsmiðju er tryggt að:

– Einungis er notaður umhverfisvottaður pappír, endurunninn eða úr nytjaskógum
– Einungis er notaður umhverfisvænn litur sem er unninn úr jurtaolíu.
– Afgangspappír er flokkaður og endurunninn.
– Umframsorp, sem ekki er hægt að flokka, er í lágmarki.
– Unnið er með endurnýtanlega orkugjafa og orkunotkun er lágmörkuð.
– Notkun ólífrænna efna eru í lágmarkað.
– Ströngum gæðakröfum er fylgt við framleiðsluna

Jafnframt næst töluverð hagkvæmni í framleiðslunni, t.d. með minni hráefnis- og orkunotkun og minni úrgangi. Þess nýtur viðskiptavinur í verðlagningu. Umhverfisvottuð vara er tvímælalaust ódýrari fyrir samfélagið vegna minni mengunar og annarra óæskilegra umhverfis- og heilsuáhrifa.

Allt prentverk sem kemur frá Odda uppfyllir skilyrði Svansins, er frá umhverfisvottaðri prentsmiðju, og má því merkja það sem slíkt. Þannig er stuðlað að sjálfbærri þróun samfélagsins handa komandi kynslóðum.

Upplýsingar um Svansvottunina hér.

Smelltu hér til að ná í leyfi Odda fyrir umhverfisvottun