[wpseo_breadcrumb]

umhverfismál

Oddi hefur verið leiðandi hérlendis í umhverfismálum. Umhverfismál hafa ævinlega skipað stóran sess í starfseminni og stefnan ávallt verið að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt.  Stefna fyrirtækisins er að viðskiptavinir geti treyst því að framleiðslan raski umhverfinu sem minnst.

Oddi hlaut Svansvottun í byrjun árs 2010, og nú er allt almennt prentverk fyrirtækisins vottað.  Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997 og síðar viðurkenningu Umhverfisráðuneytisins árið 2004. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.

Árið 2015 skrifaði Oddi ásamt 104 íslenskum fyrirtækum undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um markmið í loftslagsmálum. Fyrirtækin sem skrifuðu undir skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (CO2 ígildi) og minnka myndun úrgangs.  Markmið Odda er að minnka losun CO2 um 40% til ársins 2030.

Við fylgjumst náið með kolefnisspori okkar framleiðsluvara með það að markmiði að minnka losun. Árið 2016 gerði verkfræðistofan EFLA úttekt á framleiðsluvörum Odda þar sem fram kom að kolefnisspor hjá erlendum samkeppnisaðilum okkar er allt að 93% meira en hjá Odda.

Við erum stolt af árangrinum og ætlum að gera enn betur í framtíðinni.