[wpseo_breadcrumb]

gæðastefna

Oddi prentun og umbúðir ehf grundvallar starfsemi sína á prentun og lausnum í umbúðum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

Gæðastefna fyrirtækisins miðast við að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli á hverjum tíma skilgreindar væntingar og þarfir viðskiptavina.

Fyrirtækið kappkostar að finna hagkvæmustu lausnir fyrir viðskiptavini sína og leggur áherslu á að starfsfólk veiti vandaða og faglega þjónustu.

Með stöðugum umbótum að leiðarljósi, sýnum við frumkvæði og ábyrgð gagnvart viðskiptavinum okkar. Sértæk gæðamarkmið eru sett árlega og eftirfylgni er gerð til að tryggja árangur.

Stjórnendur Odda eru meðvitaðir um ábyrgð sína og lagalegar skyldur til að tryggja öruggar og löglegar vörur sem jafnframt uppfylla kröfur og þarfir viðskiptavina.Gæðastjórnun fyrirtækisins er samstarfsverkefni alls starfsfólks fyrirtækisins.

Framkvæmdastjórar þess bera ábyrgð á því ásamt forstjóra að hvatning, þjálfun og upplýsingastreymi sé eins og best verður á kosið og að fyrirtækið reynist starfsfólki sínu góður vinnustaður.