Samfélagsábyrgð
Samfélagsábyrgð

Oddi státar af alþjóðlegum umhverfis- og gæðavottunum. Prentunin, þ.m.t. pappír, kemísk efni og annað er vottuð umhverfismerkinu Svaninum. Allur pappír er með FSC vottun (Forest Stewardship Council) og er til marks um að allur viður sem varan er unnin úr sé uppruninn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.
Á liðnum árum hefur Oddi ávallt leitast við að lágmarka notkun auðlinda á sem hagkvæmastan máta, hvort sem um ræðir orkunýtingu, meðferð úrgangs, gegnum hagræðingu vinnuferla eða annarra auðlinda þar sem takmörkun umhverfisáhrifa eru fyrirtækinu mikilvæg og alltaf höfð að leiðarljósi.
Allar vottanir tryggja viðskiptavininum betri og traustari vörur en auk þess miðar Svanurinn að því að umhverfisáhrif prent framleiðslunnar séu í lágmarki þannig að við skilum jörðinni frá okkur eins og við fengum hana í hendurnar.