Ríkiskaup
Ríkiskaup

Prentun – Rammasamningur RK 02.02
Nýr rammasamningur um prentun tók gildi 4.febrúar 2019 og er Oddi veigamikill hluti af þeim samningi.
Markmið samningsins er að tryggja áskrifendum hans fjölbreytt úrval og hagkvæm verð á prentun ásamt góðri þjónustu.
Rammasamningnum er skipt upp í 3 flokka og tengist Oddi eftirfarandi:
b) Bæklingar og skýrslur
c) Bækur, kiljur, plaköt, skrifstofuvörur ásamt skýrslum og bæklingum (í flokkum A og B) sem ekki eru tilgreind í tilboðskrá
Oddi býður upp á fjölbreytta prentþjónustu þar sem hönnuðir og prentsmiðir Odda hafa áratugareynslu af uppsetningu verkefna, allt frá einföldum skýrslum prentaðar í einum lit, sem og viðameiri prentverkum sem krefjast meiri myndvinnslu og flóknari frágangs. Oddi getur séð um að sérmerkja allt efni, prenta nafn viðtakanda, sérpakka í ýmiss konar umbúðir, umslög , möppur, plast eða öskjur ásamt því að koma prentverkum til dreifingar.
Viðskiptastjórar Odda aðstoða þig við að finna bestu lausnirnar varðandi útlit og frágang verkefna sem og pökkun og dreifingu ef það á við. Gildir þetta jafnt um stór sem smá verkefni og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir.
Allar nánari upplýsingar um rammasamninga tengdum Odda má finna á heimasíðu Ríkiskaupa
Nánari upplýsingar má fá í síma 5155000, senda tölvupóst á oddi@oddi.is eða netspjall Odda á www.oddi.is