Prentmet Oddi tekur til starfa

Prentmet hefur fest kaup á Prentsmiðjunni Odda. Nafn sameinaðs félags verður Prentmet Oddi með aðsetur að Lynghálsi 1 og Höfðabakka 7 fyrst um sinn.

Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns.

T.v. fyrir hönd seljanda Einar Sigurðsson og  t.h. Kristján Geir Gunnarsson.  Fyrir miðju eru kaupendur og nýir eigendur hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson.

Prentmet Oddi tekur til starfa

Prentmet hefur fest kaup á Prentsmiðjunni Odda. Nafn sameinaðs félags verður Prentmet Oddi með aðsetur að Lynghálsi 1 og Höfðabakka 7 fyrst um sinn. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns.

Íslenskur prentiðnaður er í harðri alþjóðlegri samkeppni þar sem samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu hefur beðið hnekki, m.a. vegna gengis- og launaþróunar. Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks.

Prentmet Oddi er stærsta fyrirtæki landsins í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem fullvinnur harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar til að bæta þjónustu.

Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra  áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt.

Seljendur óska nýjum eigendum velfarnaður og munu leggja sitt af mörkum til að sameinuð fyrirtæki styrki stöðu sína enn frekar á markaði.

Nánari upplýsingar veita eigendur:
Guðmundur Ragnar Guðmundsson, s. 856 0600 / gummi@prentmet.is
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir s. 856 0601/ ingasteina@prentmet.is

Athuga skal vel með frágang efnis áður en það er sent inn.
Gagnagáttin er ftp svæði með þægilegu vefviðmóti, fyrir skil á efni.  Kerfið virkar jafnt á Windows, Macintosh og Linux stýrikerfum, og í öllum tegundum netvafra.

Þægilegt viðmót við skil á efni

Hönnun

Við hjá Odda höfum viðað að okkur sérkunnáttu í hönnun og framleiðslu prentverka um áratuga skeið. 
Ef viðskiptavinur óskar, þá geta hönnuðir okkar sett upp prentverk fyrir viðskiptavini frá grunni.
Við leggjum áherslu á að finna ætíð bestu lausnina til að prentverk þjóni sem best markmiðum viðskiptavinarins.

Gildin okkar

Frumkvæði

Frumkvæði

Við sýnum frumkvæði í störfum okkar, hvort sem um ræðir vöruþróun, þjónustu við viðskiptavini eða í umbótastarfi. Þannig ná viðskiptavinir og Oddi betri árangri.

Metnaður

Metnaður

Við sýnum metnað og fagmennsku í störfum okkar. Viðskiptavinir okkar treysta því að öll samskipti, þjónusta og vörur Odda séu unnar af metnaði og á árangursríkan hátt.

Ábyrgð

Ábyrgð

Við erum heiðarleg og sýnum ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfólki, við val á birgjum og í umgengni við náttúruna. Með ábyrgri hegðun náum við betri árangri.​

Ánægja

Ánægja

Við leggjum áherslu á að öll samskipti við Odda einkennist af ánægju. Við viljum að samstarfsfólki okkar líði vel í starfi. Með ánægju og virðingu að leiðarljósi náum við betri árangri.​

Gildin okkar

Ánægja

Við leggjum áherslu á að öll samskipti við Odda einkennist af ánægju. Við viljum að samstarfsfólki okkar líði vel í starfi. Með ánægju og virðingu að leiðarljósi náum við betri árangri.

Ábyrgð

Við erum heiðarleg og sýnum ábyrgð gagnvart viðskiptavinum, samstarfsfólki, við val á birgjum og í umgengni við náttúruna. Með ábyrgri hegðun náum við betri árangri.​

Metnaður

Við sýnum metnað og fagmennsku í störfum okkar. Viðskiptavinir okkar treysta því að öll samskipti, þjónusta og vörur Odda séu unnar af metnaði og á árangursríkan hátt.

Frumkvæði

Við sýnum frumkvæði í störfum okkar, hvort sem um ræðir vöruþróun, þjónustu við viðskiptavini eða í umbótastarfi. Þannig ná viðskiptavinir og Oddi betri árangri.