Til baka

Umhverfismál

Sagan

Oddi hefur verið leiðandi hérlendis í umhverfismálum. Umhverfismál hafa ævinlega skipað stóran sess í starfseminni og stefnan ávallt verið að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt. Stefna fyrirtækisins er að viðskiptavinir geti treyst því að framleiðslan raski umhverfinu sem minnst.

Oddi hlaut Svansvottun í byrjun árs 2010, og nú er allt almennt prentverk fyrirtækisins vottað.

Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997 og síðar viðurkenningu Umhverfisráðuneytisins árið 2004. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.

Árið 2015 skrifaði Oddi ásamt 104 íslenskum fyrirtækum undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um markmið í loftslagsmálum. Fyrirtækin sem skrifðu undir skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (CO2 ígildi) og minnka myndun úrgangs. Markmið Odda er að minnka losun CO2 um 40% til ársins 2030.

Við fylgjumst náið með kolefnisspori okkar framleiðsluvara með það að markmiði að minnka losun. Árið 2016 gerði verkfræðistofan EFLA úttekt á framleiðsluvörum Odda þar sem fram kom að kolefnisspor hjá erlendum samkeppnisaðilum okkar er allt að 93% meira en hjá Odda. Við erum stolt af árangrinum og ætlum að gera enn betur í framtíðinni.

 

Umhverfisstefna Odda – frá árinu 2005

Oddi leggur áherslu á eftirfarandi atriði í rekstri sínum:
– Að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar.
– Að framleiðslan uppfylli kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni.
– Að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem til fellur í framleiðslunni, bæði pappírs og annarra efna.
– Að tæki og búnaður uppfylli ströngustu kröfur um lágmarks orkunotkun.
– Að framleiðslufyrirtæki sem Oddi er í viðskiptum við hafi vottun í umhverfismálum, hafi sett sér umhverfisstefnu eða vinni markvisst að umhverfismálum.
– Að uppfylla að lágmarki allar kröfur sem settar eru í gildandi lögum og reglugerðum.

Oddi tryggir þessi skilyrði með því að upplýsa alla starfsmenn um áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, sem og lög, reglugerðir, staðla og kröfur í umhverfismálum.

Umfang losunar gróðurhúsalofttegunda (Heimild: Greenhouse Gas Protocol, þýtt fyrir Festu og Reykjavíkurborg)

Markmið Odda í loftslagsmálum

  1. Markmið Odda er að draga úr losun á CO2 frá starfseminni um a.m.k. 40% til ársins 2030.
  2. Auka endurvinnslu á plasti frá innlendum samstarfsaðilum –Endurvinnsla á plasti hjá Odda lækkar CO2 losun Odda og samstarfsaðila okkar. Markmiðið er að fyrir árið 2030 verði innflutningur á endurunnu plasti 0 kg.
  3. Við látum óháðan aðila mæla kolefnisspor okkar framleiðsluvara reglulega
  4. Það er markmið Odda að kolefnisjafna að lágmarki allt umfang 1 árlega (sjá að neðan).

Að auki er það stefna Odda að auka framboð af vörum og hráefnum sem hafa lægra kolefnsspor og aðrar sambærilegar vörur og/eða eru umhverfisvottaðar.

Til að fylgja eftir og tryggja rekstur umhverfisstefnu er starfrækt umhverfisnefnd hjá Odda.

Kolefnisspor Odda

  • Grafið sýnir koltvísýrings losun í tonnum á þeim flokkum sem eru mældir