Til baka

Umhverfismál

Oddi hefur verið leiðandi hérlendis í umhverfismálum í prentiðnaði. Þau hafa ævinlega skipað stóran sess og eigendur ávallt leitast við að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar á skilvirkan hátt. Stefna fyrirtækisins er að viðskiptavinir geti treyst því að framleiðslan raski umhverfinu sem minnst.

Oddi er með GRÆNA samvisku
Við vinnum eftir skýrum markmiðum í umhverfismálum t.d. með endurvinnslu, umhverfisvænu hráefni og endurnýjanlegri orku. Við fylgjumst vel með kolefnisspori okkar sem er allt að 93% minna en hjá samkeppnisaðilum. Við erum stolt af árangrinum og ætlum að gera enn betur í framtíðinni.

Oddi hlaut Svansvottun í byrjun árs 2010, og nú er allt almennt prentverk og öskjuframleiðsla fyrirtækisins vottuð.

Oddi var fyrsta fyrirtækið til að hljóta umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 1997 og síðar viðurkenningu Umhverfisráðuneytisins árið 2004. Árið 2009 hlaut Oddi Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins.

Oddi leggur áherslu á eftirfarandi atriði í rekstri sínum:
– Að lágmarka umhverfisáhrif framleiðslunnar.
– Að framleiðslan uppfylli kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni.
– Að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem til fellur í framleiðslunni, bæði pappírs og annarra efna.
– Að tæki og búnaður uppfylli ströngustu kröfur um lágmarks orkunotkun.
– Að framleiðslufyrirtæki sem Oddi er í viðskiptum við hafi vottun í umhverfismálum, hafi sett sér umhverfisstefnu eða vinni markvisst að umhverfismálum.
– Að uppfylla að lágmarki allar kröfur sem settar eru í gildandi lögum og reglugerðum.

Oddi tryggir þessi skilyrði með því að upplýsa alla starfsmenn um áhrif starfsemi fyrirtækisins á umhverfið, sem og lög, reglugerðir, staðla og kröfur í umhverfismálum.