Til baka

Þjónustuloforð Odda

Þið eruð komin í örugga höfn í viðskiptum við Odda.
Við kappkostum að veita öllum viðskiptavinum fulla athygli, stórum sem smáum, og viljum rækta sambandið. Loforð okkar eru raunhæf, og við stöndum við þau. Við viljum að samskiptin séu óþvinguð og komum hreint fram ef vandamál koma í ljós.

Svartími
Þarfir viðskiptavinarins eru í fyrirrúmi. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt kostur er. Við sérstakar aðstæður er svarað í síðasta lagi innan tveggja klukkustunda. Flóknari tilboðsbeiðnum skal svarað innan fjögurra stunda, en móttaka beiðninnar er staðfest þegar í stað.

Símsvörun
Öllum símtölum er svarað þegar í stað. Geti ákveðinn starfsmaður einhverra hluta vegna ekki sinnt símtalinu er ævinlega boðið upp á aðstoð frá öðrum starfsmanni, eða tekið við skilaboðum.

Vinnuumhverfi
Vinnustaðurinn á að vera okkur til sóma hvað snyrtimennsku áhrærir og viðskiptavinum notalegur.

Vandamál
Vandamál fela í sér tækifæri til að gera enn betur og við viljum leysa þau þannig að sambandið við viðskiptavininn styrkist og batni.

Samstarfsfólk
Við berum virðingu fyrir störfum, skoðunum og tíma hvert annars, og gleymum því aldrei að við erum í sama liði.