• 515-5000
  • Höfðabakki 7
  • oddi@oddi.is
  • is
  • en
Um Odda Saga Odda

Saga Odda

Tímalína

Stofnun Odda

Stofnun Odda
Oddi stofnað af Finnboga Rút Valdimarssyni og Baldri Eyþórssyni með aðsetur í Freyjugötu 41

Oddi flytur

Oddi flytur
Oddi flytur starfsemina í leiguhúsnæði að Grettisgötu 16Árið 1946 eignaðist Oddi það hús. Ári síðar voru fest kaup á Sveinabókbandinu, enda ljóst að mikið hagræði fylgdi því að reka bókband í tengslum við prentverkið. Sveinabókbandið var sérstakt fyrirtæki allt til ársins 1971 þegar starfsemin var sameinuð Odda.

Fyrsta vélin til að prenta tölvupappír

Fyrsta vélin keypt sem prentaði á tölvupappír

25 ára afmæli

25 ára afmæli
Oddi fagnar 25 ára afmæli og flytur í kjölfarið á Bræðraborgarstíg 7 vegna aukinna umsvifa

Fyrsta skóflustungan

Fyrsta skóflustungan
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði að Höfðabakka 7 þar sem starfsemin eru enn til húsa

Fráfall eins stofnanda

Fráfall eins stofnanda
Baldur Eyþórsson prentsmiðjustjóri andast. Þorgeir Baldursson sest í stjórn og verður prentsmiðjustjóri.

4 lita prentvél

4 lita prentvél
Oddi kaupir 4 lita prentvél sem gerbreytti prentvinnslu

Stjórnarformaður fellur frá

Stjórnarformaður fellur frá
Björgvin Benediktsson stjórnarformaður andast. Sonur hans, Benedikt tekur sæti í stjórn. Haraldur Gíslason sest í stjórn í stað móður sinnar.

Oddi Printing Corp

Oddi Printing Corp
Oddi Printing Corp. söluskrifstofan stofnuð í New York.

5 lita prentvél

5 lita prentvél
Oddi kaupir 5 lita prentvél sem býður upp á nýja möguleika í prentverkum

Nýtt tölvukerfi

Nýtt tölvukerfi
Oddi innleiðir Scitex tölvukerfið sem var eitt fullkomnasta í heiminum

Kvos

Kvos
KVOS, eignarhalds- og fjárfestingafélag stofnað, sem hélt utan um rekstur Odda ásamt framleiðsluhluta fyrirtækisins

Kassagerð Reykjavíkur

Kassagerð Reykjavíkur
Oddi kaupir Kassagerð Reykjavíkur

Plastprent

Plastprent
Oddi kaupir Plastprent (stofnað 1957)

Sameining merkja

Sameining merkja
Oddi ehf, Kassagerðin og Plastprent sameinað undir Oddi prentun og umbúðir

Lokun

Lokun
Oddi lokar Plastprent og Kassagerðinni og færir framleiðslur fyrirtækjana til erlendra samstarfsaðila

Saga Odda

Saga Odda
Svona lítur tímalínan út hjá Odda, frá upphafi og til dagsins í dag.

Merkið

Nafn Odda er sótt til Odda á Rangárvöllum sem var þekkt lærdóms- og höfðingjasetur til forna. Þar sátu Oddaverjar öldum saman, m.a. Sæmundur fróði (1056-1133), sem talinn var einn lærðasti maður síns tíma og lét reisa fyrstu kirkjuna á staðnum, og síðar var Snorri Sturluson skáld (1179-1241) í fóstri til nítján ára aldurs hjá sonarsyni hans, Jóni Loftssyni.
Atli Már Árnason listmálari teiknaði merkið. Hann sækir greinilega innblástur til fornra fræða. Letrið dregur dám af stafagerð skinnhandrita. Einnig minnir „þakið“ á O-inu á turninn á Oddakirkju (reist 1924). Merkið var tekið í notkun þegar Oddi var á Bræðraborgarstíg á árunum 1968 -1981. Þá sat orðið „PRENTSMIÐJAN“ í boga fyrir ofan Oddanafnið. Síðan hefur merki Odda lítið breyst, t.d. hefur grunnurinn alltaf verið eins.
Hér er að finna merki Odda ehf.

Hægt er að hlaða niður PDF-útgáfum í CMYK, Pantone 294 eða svart/hvítu (vektor). Ef nota á merkið í lágri upplausn, t.d. fyrir skjámiðla, er hægt að hægrismella á merkið og vista það (gif).

Saga Odda

 

Sögu Odda svipar til margra annarra á Íslandi. Frumherjarnir byrjuðu smátt, en tókst með elju og útsjónarsemi að efla starfsemina ár frá ári. Með því að fylgjast vel með örri tækniþróun og innleiða nýjungar hratt og vel efldist fyrirtækið og dafnaði. Nú er Oddi í fararbroddi fyrirtækja í prentiðnaði, en reksturinn byggir á sama grunni og jafnan áður; hæfu og vel menntuðu starfsfólki sem sættir sig einungis við það besta.

Níundi október 1943 er stofndagur Odda hf. Þeir Finnbogi Rútur Valdimarsson og Baldur Eyþórsson voru drifkraftarnir í stofnun fyrirtækisins. Þeir kvöddu strax til liðs við sig þá Björgvin Benediktsson prentara og Ellert Ág. Magnússon setjara. Oddi hóf starfsemi í Ásmundarsal að Freyjugötu 41 og deildi vinnustofunni með myndhöggvaranum kunna. Baldur Eyþórsson var ráðinn prentsmiðjustjóri. Frá upphafi var lögð áhersla á að prentunin gengi greiðlega fyrir sig en jafnframt að fyrirtækið fengi orð á sig fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð. Fyrsta stóra ritið sem félagarnir í Odda prentuðu var þriggja binda útgáfa af Fornaldarsögum Norðurlanda.

Húsnæðið í Ásmundarsal var einungis til bráðabirgða og eftir eins árs vist þar flutti Oddi í leiguhúsnæði á Grettisgötu 16 og árið 1946 eignaðist Oddi það hús. Ári síðar voru fest kaup á Sveinabókbandinu, enda ljóst að mikið hagræði fylgdi því að reka bókband í tengslum við prentverkið. Sveinabókbandið var sérstakt fyrirtæki allt til ársins 1971 þegar starfsemin var sameinuð Odda.

Þegar kom fram á sjötta áratug síðustu aldar fóru gagnavinnsluvélar að ryðja sér til rúms. Þessi forverar tölvanna þurftu sérstakan pappír sem fluttur var inn. Stjórnendur Odda voru framsýnir og eygðu fljótlega möguleikana sem þarna lágu. Árið 1958 var keypt fyrsta vélin til að prenta tölvupappír og á næstu árum var vélakosturinn uppfærður reglulega. Þessi framsýni áttu verulegan þátt í því að gera Odda að stærstu og fullkomnustu prentmiðju landsins.

Starfseminni óx stöðugt fiskur um hrygg og nokkrar stærstu bókaútgáfur létu prenta nánast allt sitt í Odda. Snemma á sjöunda áratugnum tók Oddi að sér prentvinnslu símaskrárinnar og hefur annast síðan. Starfsemin rúmaðist ekki lengur öll á Grettisgötu 16 og því var húsið við hliðina keypt og þangað fluttur hluti af starfseminni. Sú ráðstöfun dugði þó skammt og árið 1968 yfirgaf prentsmiðjan Grettisgötu 16 og 18, og tækjum og tólum var komið fyrir á Bræðraborgarstíg 7 um það bil sem fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli sínu. Það húsnæði nýttist vel þótt það væri á mörgum hæðum. Á þessu ári hófst einnig offsetprentun hjá Odda og umsvifin jukust gífurlega. Enn þrengdi að og Oddi teygði sig yfir á Bræðraborgarstíg 9 til að fá aukið olnbogarými.

Enn ein tækninýjungin var innleidd á síðari hluta 8. áratugarins þegar tölvur tóku við af setningarvélunum. Oddi var í fararbroddi sem fyrr og forysta fyrirtækisins á markaðnum jókst enn. Aukin umsvif kölluðu á stærra húsnæði og þegar hentug lóð fékkst fyrir prentsmiðjureksturinn á Höfðabakka 7 var ákveðið að reisa þar húsnæði sem sniðið væri að þörfum fyrirtækisins. 25. ágúst 1979 var fyrsta skóflustungan tekin að húsinu og einungis 20 mánuðum síðar var öll starfsemi Odda komin á Höfðabakkann.

Um þetta leyti urðu kynslóðaskipti í stjórnun Odda þegar frumherjarnir féllu frá með skömmu millibili. Stjórnarformaðurinn Gísli Gíslason lést 1980, Baldur Eyþórsson 1982 og Björgvin Benediktsson 1984. Þorgeir Baldursson tók við prentsmiðjustjórninni og Benedikt Björgvinsson og Haraldur Gíslason settust í stjórn með honum. Uppbyggingin hélt áfram í anda frumherjanna. Keypt var fjögurra lita prentvél fljótlega eftir flutningana sem gerbreytti prentvinnslunni. Nokkrum árum síðar kom fimm lita vél og árið 1992 innleiddi Oddi Scitex tölvukerfið sem var eitt hið fullkomnasta sem völ var á í heiminum. Oddi var á þessu tíma tvímælalaust orðin ein fullkomnasta og fjölhæfasta prentsmiðja á Norðurlöndum. Starfsemin varð líka stöðugt fjölhæfari og teygði anga sína út fyrir landsteinana. Árið 1989 var nýtt fyrirtæki, Oddi Printing, stofnað í New York og starfar þar enn. Á tímabili rak Oddi einnig bókaverslanir Eymundsson, bókaútgáfurnar Þjóðsögu og Örn og Örlyg, og eigin ritfangaverslanir.

Stór áfangi  í að gera Odda að alhliða fyrirtæki í prent- og umbúðaþjónustu náðist þegar prentsmiðjureksturinn var sameinaður starfsemi Gutenbergs og umbúðavinnslu Kassagerðarinnar þann 1. október 2008. Og síðustu skrefin í sömu átt voru stigin um áramótin 2012-2013 þegar Plastprent – sem stofnað var árið 1957 og hafði lengi verið leiðandi á sviði plastumbúða – var sameinað Odda. Með þessari sameiningu varð til öflugt íslenskt fyrirtæki á umbúðamarkaði með mikla reynslu ríflega 300 starfsmanna.

Oddi ehf. var frá 1. janúar 2006 rekin undir eignarhalds- og fjárfestingarfélaginu Kvos ásamt framleiðsluhluta fyrirtækisins sem þá var rekinn undir nafninu Opm (Oddi prentun og miðlun) auk fjárfestinga erlendis. Þann 1. júní 2015 sameinast svo fyrirtækin þrjú aftur í eitt, þá Oddi prentun og umbúðir.

 

Atvinnuumsókn

Sögu Odda svipar til margra annarra á Íslandi. Frumherjarnir byrjuðu smátt, en tókst með elju og útsjónarsemi að efla starfsemina ár frá ári. Með því að fylgjast vel með örri tækniþróun og innleiða nýjungar hratt og vel efldist fyrirtækið og dafnaði. Nú er Oddi í fararbroddi fyrirtækja í prentiðnaði, en reksturinn byggir á sama grunni og jafnan áður; hæfu og vel menntuðu starfsfólki sem sættir sig einungis við það besta.

Aðrar vörur

Við hjá Odda höfum viðað að okkur sérkunnáttu í hönnun og framleiðslu umbúða um áratuga skeið og því leggjum við áherslu á að finna ætíð bestu lausnina til að umbúðirnar þjóni sem best markmiðum viðskiptavinarins.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vörum sem styðja við þínar vörur.
Pappírspokar
Pappíspokar eru frábær leið til að koma vörunni þinni til skila á einfaldan og umhverfisvænan hátt. Í samráði við úrvals birgja eru möguleikarnir endalausir, hvort sem um ræðir einfalda litla eða stóra pappírspoka eða áprentað með þinni hönnun, þá erum við með rétta úrvalið fyrir þig.
Viðskiptastjórar Odda aðstoða þig við að finna réttu vöruna til að henta þínum þörfum.
Jarðgeranlegar umbúðir frá Enviropack
Tímamótaumbúðirnar frá Enviropack eru eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Loks er hægt að velja kaffimál, glös, matvælaílát og ýmsar aðrar umbúðir sem eru að fullu niðurbrjótanlegar og vistvænar.
Vörurnar eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís.
Þær eru úr náttúrulegu hráefni og því 100% niðurbrjótanlegar. Smellið hér til að skoða úrvalið.
Nátturulegar umbúðir – í sátt við umhverfið.
Ljósritunarpappír
Fjölnota pappír í A4 stærð (210x297mm) fyrir bleksprautu- eða laserprentara og ljósritunarvélar. Pappírinn er 80gr. og er afgreiddur í kössum sem innihalda 2500 blöð í 5 búntum.
Límband
Í samstarfi við Folsen bjóðum við nú upp á fjölbreytt úrval af límbandi fyrir ólíkar þarfir, hvort sem um ræðir hefðbundið glært, fyrir málningarvinnu….. Skoða betur þegar úrvalið liggur fyrir
…..????

Panta fjölnotapappír
Fjölnota pappír í A4 stærð (210x297mm.) fyrir bleksprautauprentara, laserprentara og ljósritunarvélar. Pappírinn er 80g. og er afgreiddur í kössum sem innihalda 2500 blöð í 5 búntum.

Öskjur

Öskjur / kartonkassar henta vel sem umbúðir fyrir hvers konar matvæli, enda óteljandi möguleikar í hönnun og útliti, auk þess sem umbúðirnar eru léttar og slitsterkar. Kassarnir raðast líka vel í hillur og á bretti.

Öskjupappírinn hjá Odda er umhverfisvænn 100% endurvinnanlegur.

Plast

Umbúðir hafa það hlutverk að vernda vörur eða matvæli þar til þær eru nýttar eða þeirra neytt.

Breyttar neysluvenjur og auknar kröfur um þægindi kalla á hentugar og fallegar umbúðir. Þær geta veitt ákveðnum vörum forskot á markaði með aðlaðandi viðmóti og glöggum boðskap.

Plastprent, sem sameinaðist Odda 1. janúar 2013, hefur þjónað viðskiptavinum hér á landi í liðlega hálfa öld og þar hefur safnast upp mikil og dýrmæt þekking sem nýtist viðskiptavinum okkar.

Söluráðgjafar Odda veita allar nánari upplýsingar og aðstoða viðskiptavini við að finna hárréttu lausnirnar.

Vöruúrval

Oddi framleiðir mjúkplast í poka og annað plast bæði í iðnað og matvælaframleiðslu.

Umhverfisvænir pokar

Oddi býður sérpöntun á umhverfisvænum og margnotapokum í mörgum gerðum og stærðum sem henta þér.  Vinsælustu vörurnar eru pappírspokar og ofnir eða óofnir margnotapokar auk þess sem maíspokar eru að koma nýir inn á íslenskan markað.

Oddi býður sérpöntun á umhverfisvænum og margnotapokum í mörgum gerðum og stærðum sem henta þér.

Helstu tegundir:
Ofnir og óofnir margnota pokar sem þola þunga hluti og henta því vel fyrir matarinnkaupin.


Umhverfisvænir lífrænir maíspokar sem henta vel fyrir léttari vörur og eyðast að fullu í náttúrinni


Pappírspokar henta vel fyrir tilbúinn mat og aðra léttari hluti

Bómullarpokar áprentaðir listaverkkum eftir Gabríelu Friðriksdóttur—-http://www.oddi.is/bomullarpokar-med-listaverkum-eftir-gabrielu-fridriksdottur/

BioBag umhverfisvænir maíspokar –  margar stærðir sem til eru á lager hjá Odda.

Herramaðurinn  á myndinni sem er lengst til vinstri heldur á lífrænum umhverfisvænum pokum búnum til úr maíssterkju, annar gerður fyrir Krabbameinsfélag Íslands árið 2013. Sá í miðjunni heldur á endurnotanlegum sterkum pokum ofnum og óofnum, sú sem stendur lengst til hægri er svo með pappírspoka með og án halda sem henta vel undir tilbúinn mat, fatnað og alla aðra léttari hluti.

 

 

Bylgja

Bylgja
Oddi býður upp á gríðarlegt úrval af pappakössum. Kassar úr bylgjupappa þola talsvert hnjask og hafa mikið burðarþol. Þykkt bylgjupappans er frá 1,8 mm upp í 4 mm. Þykkasti pappinn hentar best fyrir þunga og brothætta flutninga og unnt er að styrkja kassana enn frekar með spjöldum sem tvöfalda burðarþolið.
Bylgjupappinn fæst bæði í brúnu og hvítu . Unnt er að prenta beint á umbúðirnar, en brúni pappírinn skilar þó síður litprenti. Hægt er að pressa prentað efni , hvort sem er glansandi eða matt, á minni kassana og fá þannig aukin prentgæði. Bylgjupappinn er endurvinnanlegur.
Mismunandi bylgjur:
Einbyrðungur
B-bylgja, um 3 mm
C-bylgja, um 4 mm
E-bylgja, um 1,8 mm

Bakkar
Bakkar úr bylgjupappa henta til margvíslegra nota, og fara vel með vörurnar. Þeir hafa talsvert burðarþol. Bakkarnir eru mikið notaðir í matvælaiðnaði og hlífa vörunum vel við tilfærslur og flutning.
Solid Board – Harðpappi
Solid board eða harðpappi er sérlega þykkur og níðsterkur pappi. Hann hentar einkar vel þegar vinna þarf umbúðir með mikið burðarþol sem þurf að þola talsvert hnjask í flutningum. Solid board nýtist sérlega vel í umbúðir sem fylgja fiskvinnslu og útgerð.

Prentverk

Límmiðar
Starfsmenn Odda hafa áralanga reynslu í prentun alls kyns límmiða sem henta öllum tilefnum. Þeir eru til í mörgum stærðum og litum og ýmiss konar lögun.
Kynningarstandar
Kynningarstandar eða auglýsingastandar eru nauðsynlegir undir kynningarefni, s.s. bæklinga og bækur eða aðrar vörur. Standarnir eru útbúnir úr kartoni eða bylgjupappa og geta viðskiptavinir látið prenta á standana. Þeir eru léttir og þægilegir í meðförum, afhendast samansettir sé þess óskað.
Veggspjöld
Veggspjöld eða plaköt eru bæði notuð til auglýsinga og augnayndis og eru ýmsar stærðir mögulegar. Oddi hefur langa reynslu í að prenta listaverkaplaköt en líka veggspjöld til auglýsinga og er þá oft prentað beggja vegna á spjaldið. Venjulega er notaðir 300 g pappír.
Algengustu stærðir eru:
A3 – 297 x 420 mm
A2 – 420 x 594 mm
Vefútgáfa bæklinga
Margir kjósa að skoða efni á vef í stað þess að blaða í bæklingi eða bók. Viðskiptavinir Odda geta fengið kynningarefni sitt í aðgengilegri vefútgáfu til birtingar á eigin vefsvæði og nýtur tvenns konar birtingarmáti af því tagi æ meiri vinsælda.
Hægt er að birta efnið á sama tíma og prentaður bæklingur er tilbúinn. Oddi getur einnig meðhöndlað eldra efni sem áður hefur verið prentað í Odda.
Vefútgáfan er einkar handhæg og hröð, einungis þarf að hafa algengustu vafra til þess að geta skoðað efnið og er virkni jafn góð hvort notuð sé borðtölva eða snjalltæki.
Kynnið ykkur sýnishorn HÉR
Áritun og pökkun
Kynningarefni er hægt að pakka í ýmiss konar umbúðir; umslög, möppur, plastpoka og öskjur. Oddi getur séð um að sérmerkja allt efni, prenta nafn viðtakanda á vöruna, umbúðir eða límmiða.

ATH:
Hönnun
Hjá Odda starfa sérfræðingar í hönnun og uppsetningu prentverka og umbúða. Sérþekking í prentun nær til alls sem lítur að bóka- og tímaritaprentun, pappírsgerð, litanotkun og myndvinnslu. Sérþekking í umbúðahönnun felur í sér mikla þekkingu á efnum, samsetningu mismunandi efnistegunda og litasasetningu.
Sérfræðingar Odda eru hugmyndaríkir, óhræddir að feta ótroðnar slóðir, tileinka sér nýjungar og nálgast verkefnin á skapandi hátt. Hugmyndavinna og hönnun miðar að því að viðskiptavinirnir fái í hendur fallega vöru sem sker sig úr.
Miklu máli skiptir fyrir bestu útkomu á prentverki að frágangur og vistun prentskjala sé réttur. Því biðjum við viðskiptavini sem koma með fullhönnuð verk til prentunar, hvort sem það á við bækur, bæklinga eða umbúðir, að kynna sér vel, áður en vinna hefst við hönnun, hvernig ganga skal frá skjölum til prentunar undir SKIL Á EFNI eða hafa samband við ráðgjafa okkar og fá upplýsingar

Prentverk

Límmiðar
Starfsmenn Odda hafa áralanga reynslu í prentun alls kyns límmiða sem henta öllum tilefnum. Þeir eru til í mörgum stærðum og litum og ýmiss konar lögun.
Kynningarstandar
Kynningarstandar eða auglýsingastandar eru nauðsynlegir undir kynningarefni, s.s. bæklinga og bækur eða aðrar vörur. Standarnir eru útbúnir úr kartoni eða bylgjupappa og geta viðskiptavinir látið prenta á standana. Þeir eru léttir og þægilegir í meðförum, afhendast samansettir sé þess óskað.
Veggspjöld
Veggspjöld eða plaköt eru bæði notuð til auglýsinga og augnayndis og eru ýmsar stærðir mögulegar. Oddi hefur langa reynslu í að prenta listaverkaplaköt en líka veggspjöld til auglýsinga og er þá oft prentað beggja vegna á spjaldið. Venjulega er notaðir 300 g pappír.
Algengustu stærðir eru:
A3 – 297 x 420 mm
A2 – 420 x 594 mm
Vefútgáfa bæklinga
Margir kjósa að skoða efni á vef í stað þess að blaða í bæklingi eða bók. Viðskiptavinir Odda geta fengið kynningarefni sitt í aðgengilegri vefútgáfu til birtingar á eigin vefsvæði og nýtur tvenns konar birtingarmáti af því tagi æ meiri vinsælda.
Hægt er að birta efnið á sama tíma og prentaður bæklingur er tilbúinn. Oddi getur einnig meðhöndlað eldra efni sem áður hefur verið prentað í Odda.
Vefútgáfan er einkar handhæg og hröð, einungis þarf að hafa algengustu vafra til þess að geta skoðað efnið og er virkni jafn góð hvort notuð sé borðtölva eða snjalltæki.
Kynnið ykkur sýnishorn HÉR
Áritun og pökkun
Kynningarefni er hægt að pakka í ýmiss konar umbúðir; umslög, möppur, plastpoka og öskjur. Oddi getur séð um að sérmerkja allt efni, prenta nafn viðtakanda á vöruna, umbúðir eða límmiða.

ATH:
Hönnun
Hjá Odda starfa sérfræðingar í hönnun og uppsetningu prentverka og umbúða. Sérþekking í prentun nær til alls sem lítur að bóka- og tímaritaprentun, pappírsgerð, litanotkun og myndvinnslu. Sérþekking í umbúðahönnun felur í sér mikla þekkingu á efnum, samsetningu mismunandi efnistegunda og litasasetningu.
Sérfræðingar Odda eru hugmyndaríkir, óhræddir að feta ótroðnar slóðir, tileinka sér nýjungar og nálgast verkefnin á skapandi hátt. Hugmyndavinna og hönnun miðar að því að viðskiptavinirnir fái í hendur fallega vöru sem sker sig úr.
Miklu máli skiptir fyrir bestu útkomu á prentverki að frágangur og vistun prentskjala sé réttur. Því biðjum við viðskiptavini sem koma með fullhönnuð verk til prentunar, hvort sem það á við bækur, bæklinga eða umbúðir, að kynna sér vel, áður en vinna hefst við hönnun, hvernig ganga skal frá skjölum til prentunar undir SKIL Á EFNI eða hafa samband við ráðgjafa okkar og fá upplýsingar