Til baka

Sameining Odda, OPM og Kvosar

Hinn 1. júní 2015 sameinast Oddi, OPM og Kvos undir nafni Odda og kennitölu móðurfélagsins, Kvosar. Sameinað fyrirtæki mun heita Oddi prentun og umbúðir ehf.

Breytingin hefur engin áhrif hvorki á vöruúrval né þjónustu. Fyrirtækið mun áfram bjóða breitt úrval umbúða úr plasti og pappa auk almenns prentverks.
Höfuðstöðvarnar verða við Höfðabakka 7. Þar verður auk prentsmiðjunnar, söludeild, grafísk vinnsla, fjármálasvið, innkaup og dreifing, tæknideil og markaðs- og mannauðssvið .
Framleiðsla plasts og umbúðaverslun verður á Fosshálsi 17 og bylgjuframleiðsla verður á Köllunarklettsvegi 1.
Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við þig til að hafa samband eða koma í heimsókn til okkar á Höfðabakkann.
Oddi