Til baka

Merkið

Nafn Odda er sótt til Odda á Rangárvöllum sem var þekkt lærdóms- og höfðingjasetur til forna. Þar sátu Oddaverjar öldum saman, m.a. Sæmundur fróði (1056-1133), sem talinn var einn lærðasti maður síns tíma og lét reisa fyrstu kirkjuna á staðnum, og síðar var Snorri Sturluson skáld (1179-1241) í fóstri til nítján ára aldurs hjá sonarsyni hans, Jóni Loftssyni.

Atli Már Árnason listmálari teiknaði merkið. Hann sækir greinilega innblástur til fornra fræða. Letrið dregur dám af stafagerð skinnhandrita. Einnig minnir „þakið“ á O-inu á turninn á Oddakirkju (reist 1924). Merkið var tekið í notkun þegar Oddi var á Bræðraborgarstíg á árunum 1968 -1981. Þá sat orðið „PRENTSMIÐJAN“ í boga fyrir ofan Oddanafnið. Síðan hefur merki Odda lítið breyst, t.d. hefur grunnurinn alltaf verið eins.

Hér  er að finna merki Odda ehf.
Hægt er að hlaða niður PDF-útgáfum í CMYK, Pantone 294 eða svart/hvítu (vektor).  Ef nota á merkið í lágri upplausn, t.d. fyrir skjámiðla, er hægt að hægrismella á merkið og vista það (gif).

CMYK útgáfa

Svart/hvít útgáfa

Pantone 294 útgáfa