Útgáfa

Oddi er í fararbroddi í öllu prentverki og frágangi þess á Íslandi og veitir alhliða þjónustu hvort sem um bókaprentun, tímaritaprentun, bæklingaprentun eða aðra prentun er um að ræða. Bækur eru einkum af tvennum toga, innbundnar með hörðum spjöldum eða kiljur með mjúkri kápu. Einnig er hægt að gorma bækur. Tímarit og bæklinga má prenta á allar tegundir pappírs, allt frá grófum dagblaðapappír upp í þykkan myndapappír

Vöruúrval

Oddi hefur áratugalanga langa reynslu í útgáfu bóka þar sem boðið er upp á framúrskarandi þjónustu við prentun og bókband. Auk bóka eru, hjá Odda, útgefin tímarit, bæklingar og árskýslur.

Hafðu samband

Viðskiptavinir geta leitað til okkar með hugmyndir sínar og óskir og fengið aðstoð hönnuða og ráðgjafa við að láta þær verða að veruleika. Hafðu samband við viðskiptastjóra okkar beint eða með því að smella á hnappinn hér að neðan.