Til baka

Gæðavottanir í plastframleiðslu Odda

ISO_9001_01         Print

Plastframleiðsla Odda að Fosshálsi 17 er vottuð ISO 9001 gæðastaðlinum og hefur verið síða 1994. Þetta tryggir betri vöru til viðskipavina fyrirtækisins. Reglulega er fylgst með því að unnið sé eftir gæðakerfinu til að tryggja stöðugar umbætur. Úttektir á gæðakerfinu er framkvæmdar af viðurkenndi vottunarþjónustu í samræmi við nýjust kröfur ISO 9001.

BRC staðallinn var innleiddur í ársbyrjun 2005. Staðallinn var þróaður af British Retail Consortium (BRC) og Institute of Packaging (IOP) í Bretlandi og byggir á HACCP. Staðallinn var þróaður til að mæta kröfum í Bretlandi um öryggi umbúða fyrir matvæli og tryggir að þeir aðilar sem framleiða vöru eða þjónustu samkvæmt stöðlunum séu með trausta vöru sem uppfyllir væntingar smásöluaðilanna. BRC staðallinn nýtur mikillar virðingar og endurspeglar þær miklu kröfur sem stóru smásöluaðilarnir gera í Bretlandi. Einnig er hann að mati margra mikilvægur mælikvarði á frammistöðu umbúðafyrirtækja sem framleiða umbúðir fyrir einn kröfuharðasta smásölumarkað í heimi. Oddi er eini umbúðaframleiðandinn á Íslandi sem hefur og uppfyllir skilyrði BRC staðalsins.

Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk Odda ef ítarlegri staðfesting gæðavottunar einstakra vara gerist þörf.