Pappaumbúðir

Umbúðir úr pappa gagnast varningnum líkt og klæðin mannfólkinu. Þær hlífa og vernda en geta jafnframt vitnað um snyrtimennsku og smekkvísi og stutt þannig við ímynd. Það ber því að vanda val á umbúðum og nostra við frágang þeirra. Oddi framleiðir kassa og bakka úr bylgjupappa og öskjur úr kartoni og harðpappa. Oddi er eina fyrirtækið sem framleiðir umbúðir úr bylgjupappa hér á landi, en hann hentar einkar vel undir þungar og brothættar vörur. Pappakassarnir eru vinsælir í fiskvinnslu og sjávarútvegi og nýtast við pökkun jafnt á sjó og landi. Karton öskjur eru léttari og henta sérlega vel í alls kyns neytendaumbúðir þar sem auðvelt er að prenta með mikilli nákvæmni á þær.

Vöruúrval

Oddi framleiðir kassa og bakka úr bylgjupappa og öskjur úr kartoni og harðpappa.

Hafðu samband

Viðskiptavinir geta leitað til okkar með hugmyndir sínar og óskir og fengið aðstoð hönnuða og ráðgjafa við að láta þær verða að veruleika. Hafðu samband við viðskiptastjóra okkar beint eða með því að smella á hnappinn hér að neðan.