Kassar

Oddi býður upp á gríðarlegt úrval af pappakössum og er einn um slíka framleiðslu á Íslandi. Kassar úr bylgjupappa þola talsvert hnjask og hafa mikið burðarþol. Þykkt bylgjupappans er frá 1,8 mm upp í 4 mm. Þykkasti pappinn hentar best fyrir þunga og brothætta flutninga og unnt er að styrkja kassana enn frekar með spjöldum sem tvöfalda burðarþolið.

Bylgjupappinn fæst bæði í brúnu og hvítu . Unnt er að prenta beint á umbúðirnar, en brúni pappírinn skilar þó síður litprenti. Hægt er að pressa prentað efni , hvort sem er glansandi eða matt, á minni kassana og fá þannig aukin prentgæði. Bylgjupappinn er endurvinnanlegur.

 

Mismunandi bylgjur:

  • Einbyrðungur
  • B-bylgja, um 3 mm
  • C-bylgja, um 4 mm
  • E-bylgja, um 1,8 mm