Til baka

Hæðarprentaðir pappírspokar

Við hjá Odda bjóðum margvíslega burðarpoka úr endurunnu plasti, bómull og pappír. Hjá Odda er til dæmis hægt að panta pappírspoka, með og án prentunar af öllum stærðum og gerðum.

Á miðri mynd sjáið þið hæðarprentaða pappírspoka, sem við græjuðum fyrir skemmstu með eigin klisju og gullfallegum, miðaldra Heidelberg-trukkvélar-dígli í prentsmiðjunni okkar við Höfðabakka.

Á pokanum gefur á að líta teiknimyndaútgáfu af vörumerkinu okkar með slagorði sem við höfum aðeins leikið okkur með undanfarin misseri.
„Við erum Oddi. Við framleiðum fínerí.“

Skoðaðu vöruúrvalið okkar hérna:
http://www.oddi.is/vefutgafa-baeklinga/