Til baka

Ertu í tímapressu? Við sköffum prentverk, öskjur og standa í einum grænum!

Oddi hefur fullkominn búnað til stafrænnar prentunar, sem gerir okkur kleift að prenta lítið upplag af hvers konar prentgripum í miklum gæðum með skömmum fyrirvara, stuttum vinnslutíma og á hagkvæmum kjörum fyrir stóra sem smáa. Dæmi um verkefni af þessu tagi eru kynningarefni, einblöðungar, sérsniðinn markpóstur, matseðlar, skrifstofugögn og veggspjöld.

Um daginn fjárfestum við einnig í svissneskum Zund-skurðarplotter, sem gerir okkur kleift að framleiða með leifturhraða flottar öskjur og kynningarstanda í mjög takmörkuðu upplagi. Þarna á ferð geta verið jafnt gjafaöskjur og vörustandar af öllum stærðum og gerðum fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki. Einnig höfum við notað plotterinn til að framleiða sniðugt pappírsfólk í raunstærð.

Allur pappír hjá Odda kemur úr norrænum nytjaskógum, sem eru sjálfbærir og fara sífellt stækkandi. Prentsmiðjan okkar er jafnframt umhverfisvottuð með norræna Svansmerkinu og við erum hluti af loftslagsyfirlýsingu atvinnulífsins.

Komdu í heimsókn til okkar upp á Höfðabakka 7 og skoðaðu málið með okkur. Við erum með besta vinnustaðakaffið í borginni. Einnig geturðu hringt í 515 5000 eða skutlað pósti til oddi@oddi.is ef þú vilt forvitnast nánar.